Fréttir

10. des 2020

Yfirlýsing 8 samgönguráðherra um samfélagslega ábyrgar samgöngur

Þriðjudaginn 8. desember skrifuðu átta evrópskir samgönguráðherrar undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna fagnar yfirlýsingunni sem sýnir bæði metnað og ásetning ráðherranna. Ljóst er að aðgerða er þörf til að tryggja öryggi, félagsleg réttindi starfsfólks og heilbrigða samkeppni í flugsamgöngum.

Ráðherrarnir koma frá Danmörku, Belgíu, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Portúgal en með yfirlýsingunni vilja þeir þrýsta á framkvæmdastjórn ESB og önnur aðildarríki til að tryggja að við enduruppbyggingu flugsamgangna eftir COVID-19 verði lögð áhersla á öryggi, sanngjarna og óbrenglaða samkeppni og félagsleg réttindi fyrir starfsfólk.

Í yfirlýsingunni er bent á að COVID-19 krísan hafi afhjúpað miklar breytingar sem hafi átt sér stað og stóra galla á flugiðnaðinu, sem hafa náð að byggjast upp vegna slælegs regluyfirlits: Mikil lagaleg óvissa vegna skatta- og vinnulöggjafar, óvissa um félagsleg réttindi starfsfólks, brengluð samkeppni milli flugfélaga og ójöfn réttindastaða starfsfólks auk þess sem löggjöf ríkja sem og framkvæmd og eftirfylgni reglna er víða ábátavant.

Öll þessi atriði, sem ráðherrarnir telja að þurfi forgangsathygli, geta verulega hindrað enduruppbyggingu flugsamgangna eftir að COVID-19 krísunni líkur.

Hér má lesa þýðingu á sameiginlegu yfirlýsingunni á íslensku.

Hér má lesa fréttatilkynningu ECA um sameiginlegu yfirlýsinguna.

Lesa meira
24. sep 2020

Ákall frá starfsfólki í flugrekstri

Á þeim tímapunkti, þegar hálft ár er liðið frá því að COVID heimsfaraldurinn hófst, vill starfsfólk í flugrekstri – flugmenn, flugfreyjur- og þjónar, flugvirkjar og flugumferðastjórar - senda samgönguráðherrum Evrópu mikilvæg skilaboð fyrir sameiginlegan fund þeirra þann 28. september næstkomandi.

Þegar Evrópuríki lokuðu landamærum sínum stöðvaðist nær allt farþegaflug, þótt vöruflutningar með lækningabúnað og aðrar nauðsynjar hafi haldið áfram. Þessir erfiðu mánuðir aðgerðarleysis minntu okkur á tilgang flugrekstursins; að tengja saman fólk og menningarheima, flytja vörur, halda hagkerfum gangandi og þjóna almannahagsmunum.

Ástandið hefur einnig afhjúpað stóra kerfisbundna bresti í flugrekstri. Bresti sem hafa myndast vegna áralangs niðurskurðar og stjórnenda sem hafa verið í sífelldu kapphlaupi að botninum. Ef ekkert verður að gert nú í kjölfar kórónuveirufaraldursins varðandi þessa bresti mun fólkið sem starfar við flugrekstur í Evrópu eiga erfitt með að sinna sínu meginhlutverki: Að þjóna almannahagsmunum.

Að snúa aftur til óbreytts ástands eftir COVID er ekki valkostur.

Sjá sameiginlega ákallið í heild sinni hér: COVID-19 & AVIATION - Time to rethink!

Lesa meira
25. maí 2020

EHÍ og starfsmenntasjóður

Fjölmörg námskeið eru í boði í sumar hjá Endurmenntun HÍ en þau eru hluti af tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga og eru niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu.

Á námskrá eru þónokkur námskeið sem gætu höfðað vel til flugmanna en þess má geta að meðlimir FÍA geta sótt um 85% endurgreiðslu vegna náms frá starfsmenntasjóði.

Lesa meira