Fréttir

20. ágú 2019

Dagskrá starfsmenntasjóðs í haust

Starfsmenntasjóður FÍA býður upp á fjölda spennandi fyrirlestra fyrir áramót, sem spanna allt frá heilsu yfir í veðurfræði.

Fyrirlestrarnir eru haldnir í sal FÍA, Grjótnesi, milli kl. 12:00-14:00 og eru allir félagsmenn velkomnir.

Fimmtudagur, 5. september
Bakskólinn

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur fyrirlestur um stoðkerfi líkamans og helstu áhættuþætti tengda starfinu með áherslu á mögulegar forvarnir.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Mánudagur, 30. september
Kanntu að nota Ipad?

Fyrirlesari á vegum Iðunnar fræðsluseturs kemur og heldur erindi um notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.

Þriðjudagur, 15. október
Ferðamennska á fjöllum

Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar heldur fyrirlestur um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.

Þriðjudagur, 26. nóvember
Heilsa á ferð og flugi

Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu á ferðalagi. Systurnar munu sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Þriðjudagur, 10. desember
Blessuð blíðan

Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.

Lesa meira
24. maí 2019

Fréttabréf maímánaðar

Fréttabréf FÍA fyrir maímánuð er komið út og er nú að mestu helgað væntanlegum kosningum til stjórnar EFÍA, þótt þar finnist ýmislegt fleira! Fréttabréfið er nú í fyrsta sinn gefið út á bæði íslensku og ensku. Í því alþjóðlega umhverfi sem við störfum í er mikilvægt að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um félagið, starfsemi þess og réttindi sín.

Lesa meira
29. apr 2019

Námskeið í boði Starfsmenntasjóðs

Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur býður Starfsmenntasjóður FÍA upp á tvö hjólaviðgerðarnámskeið fyrir hjólreiðafólk í hópnum.
Það fyrra er 8.maí og er hugsað fyrir byrjendur og/eða fólk sem ekki hefur mikið verið í viðgerðarhlutanum. Hið síðara er 23.maí sem hugsað er fyrir lengra komna og er eins konar framhaldsnámskeið af því fyrra. Á báðum námskeiðum er mælt með að koma með hjólin með sér.

Áhugasamir skrái sig á eftirfarandi hlekki; en hámark á hvort námskeiðið er 20manns.

Viðhald reiðhjóla I
Tími: 8. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Farið verður í gegnum viðhald og umgengni á öllum hjólum. Skoðaðar verða stillingar á gírum, bremsum og hvernig á að yfirfara hjól til að tryggja að það sé ekki hættulegt að nota það.
Kynntir verða slitfletir og virkni gíra og mismunandi gírakerfa útskýrð. Skoðuð verða mismunandi bremsukerfi og virkni þeirra útskýrð.

Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/08/Vidhald-reidhjola-I

Viðhald reiðhjóla II
Tími: 23. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Skoðuð verða fjallajól og farið betur í samsetningu og fleira. Kynntar verða dempara uppsetningar. Tubeless dekkjaviðgerðir og uppsetning fyrir þær.
Kynnt verður hvaða dekk henta best og hverjir erum mismunandi kostir þeirra. Farið verður í viðhald á gjörðum og legum, Hvaða dekk í boði og mismunandi kostir þeirra.
Viðhald á gjörðum og legum. Námskeiðið er framhaldsnámskeið og farið er dýpra í alla þætti.

Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/23/Vidhald-reidhjola-II

Lesa meira
24. apr 2019

Auglýst eftir framboðum í stjórn EFÍA

Kjörnefnd Eftirlaunasjóðs FÍA (EFÍA) auglýsir nú eftir framboðum til stjórnarsetu í EFÍA kjörtímabilið 2019-2021.

Í kjölfar aukaársfundar EFÍA í febrúar síðastliðnum voru samþykktar breytingar á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn EFÍA, meðal annars að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu.

Samkvæmt greinum 4.1 og 4.1 a í samþykktum sjóðsins skulu sjóðfélagar kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til stjórnarsetu í tvö ár. Þeir sem gefa kost á sér þurfa að uppfylla eftirfarandi:

  • Vera sjóðfélagar í EFÍA.
  • Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME og samþykktum sjóðsins.
  • Vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME.
  • Skila inn framboðsgögnum innan tilskilins tímafrests.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð og fylgigögn á netfang kjörnefndar, kjornefnd@efia.is. Sjá nánar um fylgigögn og aðrar upplýsingar á heimasíðu EFÍA hér

Frestur til að skila inn framboði er 7. maí 2019 kl. 17:00.


Hlutverk kjörnefndar

Í samræmi við grein 4.2 í samþykktum sjóðsins hefur stjórn EFÍA skipað kjörnefnd vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á ársfundi sjóðsins 2019, en hana skipa Jónas Fr. Jónsson, Lára Sif Christiansen og Magnús Brimar Jóhannsson.

Markmiðið með störfum kjörnefndar er að tryggja sjóðfélögum EFÍA áreiðanlegri forsendur til að taka upplýsta ákvörðun um val í stjórn sjóðsins. Meðal hlutverka kjörnefndar er að hafa umsjón með framkvæmd stjórnarkjörs og leggja fram rökstutt mat á hæfi einstakra frambjóðenda til stjórnarsetu, mat nefndarinnar telst vera ráðgefandi.

Kjörnefnd mun auglýsa eftir og yfirfara framboð með tilliti til þeirrar hæfni og reynslu sem nauðsynleg er til stjórnarsetu í lífeyrissjóði sem og að teknu tilliti til samsetningar stjórnar og hvað varðar breidd í fjölbreytni, hæfni og reynslu.

Lesa meira