Fréttir

12. feb 2019

Aukaársfundur EFÍA: Aukið lýðræði

Aukaársfundur EFÍA verður haldinn í Grjótsnesi, sal FÍA í Hlíðarsmára 8, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12:00

Sú krafa hefur aukist jafnt og þétt að sjóðfélagar fái að koma frekar að að vali stjórnarmanna lífeyrissjóðsins. Stjórn EFÍA hefur, ásamt stjórn FÍA, haft málið til skoðunar og ákveðið að leggja til að breyta samþykktum þar sem fyrirkomulagi við val stjórnar er breytt.

Tillagan felur í sér að í stað þess að þrír fulltrúar í stjórn og þrír varamenn séu tilnefndir af stjórn FÍA munu sjóðfélagar sjálfir kjósa stjórnarmenn í þau sæti í beinum kosningum.

Samkvæmt tillögunum verður kosningafyrirkomulagið með þeim hætti að kosið er í hvert sæti til tveggja ára í senn. Annað árið er kosið í sæti tveggja aðalmanna og eins varamanns, seinna árið er svo kosið um sæti eins aðalmanns og tveggja varamanna.

Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins, sem snúa allar að stjórnarkjöri og þar með tilhögun þess og tilhögun ársfundar, verða kynntar á aukaársfundi sjóðsins. Í kjölfar fundarins verður opnað á rafræna kosningu um breytingarnar sem stendur yfir í viku.

Sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu EFÍA.

Verði tillögurnar samþykktar er fyrsta stjórnarkjör sjóðsins nú í vor, á ársfundi 2019. Á þeim fundi yrði kosið um tvo aðalmenn og einn varamann. Stjórn FÍA myndi tilnefna til eins árs einn aðalmann og tvo varamenn en þau stjórnarsæti yrði svo kosið um á ársfundi 2020.

Lesa meira
06. feb 2019

Framboðsfrestur fyrir aðalfund

Við minnum á að framboðsfrestur fyrir aðalfund FÍA rennur út þann 7. febrúar en framboð skulu berast skriflega til framkvæmdastjóra FÍA á netfangið lara@fia.is

Á aðalfundi verða varaformaður og þrír meðstjórnendur kosnir. Sé gengið út frá óbreyttri samsetningu stjórnar getur enginn þriggja meðstjórnenda verið úr hópi Icelandair, með vísan til 16. greinar laga FÍA. Verði nýr varaformaður kosinn, sem ekki vinnur fyrir Icelandair, getur eitt af þessum þremur meðstjórnarsætum farið til Icelandair.

Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig og stefnumál sín í pistli sem birtist í Fréttabréfi FÍA, sem kemur út fyrir aðalfund. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að íhuga framboð.

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 28. febrúar, 2019 kl. 20:00-23:00.

Lesa meira
29. jan 2019

Engin flugslys árið 2018

Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út yfirlit ársins fyrir árið 2018 en þar er að finna þær góðu fréttir að ekkert mál var skráð sem flugslys á árinu. Þetta verður að teljast sérstakt þar sem það hefur ekki gert síðan 1969, eða í tæpa hálfa öld.

Flugsvið RNSA skoðaði 37 mál af þeim 2.984 atvikum sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Átján mál reyndust minniháttar mál og voru endurskilgreind sem slík og ekki rannsökuð frekar.

Lesa meira
18. jan 2019

Sala á miðum hafin

Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á midi.is. Miðaverði er að vanda stillt í hóf aðeins 2.900 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.

Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Í ár verður hún haldin þann 11. apríl frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica, en fyrirlesarar eru:

  • Ragnar Guðmundsson - RNSA
  • Marika Melin - Karolinska Institutet
  • Steinarr Bragason - Airline Electronics Engineering Committee
  • Graham Braithwaite - Cranfield
  • José-María Lorenzo - The European Satellite Services Provider (ESSP)
  • Kristín Sigurðardóttir - Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna
    Erindi og umræður fara fram á ensku.

Nánar má lesa um fyrirlesarana og erindi þeirra hér.

RFSS_schedule.png

Lesa meira