Starfsmenntasjóður

Samkvæmt reglugerð sjóðsins er verkefni hans að standa straum af kostnaði við námskeiðahald sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma að bjóða sjóðsfélögum. Þriggja manna stjórn sjóðsins er skipuð af stjórn FÍA og tekur ákvörðun um hvaða námskeið skulu boðin félagsmönnum.

Í kjarasamningum sem gerðir voru árið 2004 kom í fyrsta sinn ákvæði um starfsmenntasjóð FÍA og flugrekenda, en það var í samræmi við ákvæði sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Þessi nýi sjóður stóð straum af kostnaði við ýmis konar námskeiðshald sem stóð félagsmönnum FÍA til boða á árinu 2006. Haldinn voru námskeið í ræðumennsku, framkomu og fundarsköpum sem þóttu mjög vel heppnuð. Þá tók sjóðurinn þátt í kostnaði við námskeið í samningatækni sem haldið var í samvinnu við Háskólann í Reykjavík vorið 2006. Það má því segja að sjóðurinn hafi strax á árinu 2006 komið að ýmsu námskeiðshaldi fyrir um 50 félagsmenn í FÍA.

Fyrirséð er að hlutverk þessa sjóðs á eftir að aukast, enda hafa framlög í hann verið að hækka á gildistíma kjarasamninga.

Hámarksstyrkfjárhæð úr sjóðunum er ákveðin af stjórn sjóðsins hverju sinni samkvæmt lögum sjóðsins og er nú kr. 250.000,-