App og samfélagsmiðlar

Félagsmenn FÍA eiga að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um starf félagsins og mál er varða störf atvinnuflugmanna. Í nútímasamfélagi eru ólíkar boðleiðir til taks og við reynum að nýta þær algengustu til að koma skilaboðum okkar áleiðis.

Heimasíðan okkar, tölvupóstar og Fréttabréf FÍA eru liður í því en auk þess viljum við leggja sérstaklega áherslu á appið okkar, FÍA Mobile.

FÍA Mobile Appið
Í FÍA appinu er meðal annars að finna fundargerðir, fréttabréf, kjarasamninga og tilkynningar um fundi, námskeið og viðburði.

Þú getur hlaðið því niður fyrir iOs tæki í App Store eða fyrir Android tæki í Google Play Store - leitar eftir „FÍA mobile“.

Samfélagsmiðlar
FÍA er með Facebook síðu þar sem helstu fréttir birtast auk efnis sem tengist flugiðnaðinum á einhvern hátt.