Fréttir

08. feb 2024

Aðalfundur FÍA

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024, kl. 20:00 í Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi.

Hefðbundin aðalfundadagskrá fer fram:

DAGSKRÁ

 1. Stjórnarkjör
 2. Skýrsla stjórnar
 3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Kosning skoðunarmenn reikninga FÍA
 6. Kosning fulltrúa í Starfsráð
 7. Önnur mál

Sæti formanns og fjögurra meðstjórnenda eru laus. Sjálfkjörið er í embætti formanns en kjósa þarf í embætti meðstjórnenda. Í framboði til formanns er Jón Þór Þorvaldsson. Í framboði til stjórnar eru: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).

Léttar veitingar verða í boði eftir fundinn. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.

Bestu kveðjur,

Stjórn FÍA

*ENGLISH*

The Icelandic Airline Pilots Association annual Meeting will be held at Hlíðasmári 8, 200 Kópavogur, Thursday 29th of February 2024, at 20:00.

Agenda

 1. Election of the board members.
 2. The association’s board reports on the association’s operations.
 3. The association’s pronounced accounts are submitted.
 4. Law changes
 5. Election of 2 account surveyors.
 6. Elections for FÍA Seniority working committee.
 7. Other Matters.

President position and four board members are available. Jón Þór Þorvaldsson is only one running for the President position. Those who are running for board positions are: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).

Light beverages and snack will be served at the end of the meeting.

Best regards,

The Board of FÍA

Lesa meira
28. nóv 2023

Paul Allen kosinn í stjórn ECA

Paul Allen, flugstjóri hjá Air Atlanta hefur verið kosinn í stjórn Evrópska flugmannasambandsins ( e. European Cockpit Association) á nýafstaðinni ráðstefnu sambandsins í Brussel.

Paul er fyrstur íslenskra flugmanna sem kjörinn er í stjórn ECA, en stjórnina skipa 6 aðilar. Hann er menntaður flugvirki og flugmaður og hefur áratuga reynslu úr störfum sínum sem flugmaður og síðar flugstjóri frá árinu 1994. Paul er einnig með mastersgráðu í flugöryggismálum frá Háskólanum í London og er viðurkenndur af ICAO sem rannsakandi flugslysa.

Paul hefur sinnt nefndarstörfum í Alþjóðanefnd FÍA undanfarin ár við góðan orðstír og kosning hans í hlutverk Director Professional Affairs ekki einungis staðfesting á framúrskarandi starfi hans í þágu félagsmanna FÍA á alþjóðavettvangi sl. ár, heldur er kosningin einnig mikilvæg viðurkenning á því starfi sem aðilar í nefndum FÍA vinna í þágu félagsmanna.

Stjórn FÍA óskar Paul Allen til hamingju með kosninguna og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum hjá ECA.

Heimasíða ECA

"The European Cockpit Association (ECA) was created in 1991 and is the representative body of European pilots at European Union (EU) level. It represents over 40,000 European pilots from the National pilot Associations in 33 European states."

"The European Cockpit Association represents the collective interests of professional pilots at European level, striving for the highest levels of aviation safety and fostering social rights and quality employment."

Lesa meira
04. okt 2023

ECA gagnrýnir íslensk stjórnvöld

Samtök atvinnuflugmanna í Evrópu (European Cockpit Association eða ECA) hafa gefið frá sér ályktun þar sem vinnubrögð íslenskra stjórnvald er varðar gerviverktöku í flugi eru gagnrýnd harðlega. Ályktunin var send á bæði Vinnumálastofnun og félags – og vinnumarkaðsráðuneytið.

Kveikjan er uppsögn flugmanna Bláfugls (Bluebird Nordic) í lok árs 2020 og ráðning gerviverktaka í þeirra stað. Uppsagnirnar voru í kjölfarið dæmdar ólögmætar af Félagsdómi en þrátt fyrir það hefur Bláfugl í engu breytt atferli sínu né heldur hafa íslensk stjórnvöld brugðist við ítrekuðum umleitunum FÍA um að bregðast við áframhaldandi lögbrotum Bláfugls.

„Atferli Bláfugls, með dyggum stuðningi Samtaka atvinnulífsins og íslenskra stjórnvalda, setur vitaskuld skelfilegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað: Fyrirtæki geta nú refsilaust rekið allt kjarasamningsbundið starfsfólk á einu bretti og ráðið gerviverktaka í staðinn,“ segir Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, og bætir við að um þessar mundir sé skaðabótmál fyrrum flugmanna Bláfugls fyrir dómstólum.

Flugmenn uppfylla ekki skilyrði verktöku

ECA gætir sameiginlegra hagsmuna atvinnuflugmanna á evrópskum vettvangi. Lagahópur samtakanna hittist reglulega og nú síðast þann 26.-27. september á Íslandi. Áhersla fundarins að þessu sinni var gerviverktaka meðal flugmanna með áherslu á íslenskt lagaumhverfi. „Ástæðan fyrir staðsetningu fundarins er aðgerðar- og áhugaleysi Vinnumálastofnunar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Samgöngustofu og annarra eftirlitsaðila hér á landi varðandi málefnið. Opinberum aðilum var boðið að taka þátt í fundinum en þáðu það ekki,“ segir Sonja.

„Íslenskir lögfræðingar með sérhæfingu í skatta- og vinnurétti fóru yfir lagaumhverfið hér á landi og það var samdóma álit hópsins að íslensk löggjöf næði vel utan um málið og heimildir og skyldur stjórnvalda væru bæði skýrar og nægar. Farið var yfir skilyrði fyrir verktöku og var það samdóma álit allra bæði af dómafordæmum og löggjöf að flugmenn geta í eðli sínu ekki starfað sem verktakar þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði verktöku.“

Dulbúnir launþegasamningar við óskráðar starfsmannaleigur

Þá kom einnig skýrt fram að skrá beri starfsmannaleigur hjá Vinnumálastofnun sem veiti þjónustu til íslenskra fyrirtækja. Bláfugl starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis og leigir flugmenn í gegnum erlendar starfsmannaleigur. „Þrátt fyrir að samningar við umrædda flugmenn séu titlaðir sem verktakasamingar eru þeir í raun launþega- samningar og verður því að horfa á þá sem slíka og skrá umrædda leigu sem starfsmannaleigu samkvæmt íslenskum lögum og greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningum,“ segir Sonja og segir að ECA muni fylgjast grannt með framvindu mála hér á landi og ræða í framhaldinu næstu mögulegu skref.

Lesa meira