Peer Support - heimasíða
Komin er í loftið ný heimasíða fyrir Peer Support og hana má finna hér: https://www.fia.is/peer-support/peer-support/
Það muna eflaust flestir eftir GermanWings slysinu sem átti sér stað árið 2015. Í kjölfar þess slyss setti EASA (European Aviation Safety Agency) saman vinnuhóp (e. task force) til að greina skýrslu franskra flugmálayfirvalda og koma með tillögur að breytingum á reglugerð til að stuðla að auknu flugöryggi. Vinnuhópurinn skilaði af sér sex tillögum og ein þeirra var innleiðing á Peer Support System.
Stoðnefnd hefur verið hluti af starfsemi FÍA í lengri tíma og hafa margir félagsmenn nýtt sér aðstoð nefndarinnar. Hluti af verkefnum Stoðnefndar hefur verið að aðstoða flugmenn sem þurft hafa stuðning vegna hinna ýmsu mála með því einfaldlega að vera til staðar og spjalla eða beina þeim í viðeigandi úrræði eins og t.d. til sálfræðings eða geðhjúkrunarfræðings. Þegar Peer Support kom til sögunnar, tók Stoðnefnd FÍA að sér að það verkefni að setja á laggirnar Peer Support System fyrir þá viðsemjendur sem áhuga höfðu á því. Í dag sinnir Stoðnefnd FÍA þessu verkefni fyrir Icelandair, Air Atlanta Icelandic, Norlandair, Mýflug og Landhelgisgæslu Íslands.
Margir hafa velt því fyrir sér hver munurinn er á Stoðnefnd og Peer Support. Til að svara þeirri spurningu í stuttu máli þá er Stoðnefnd ábyrg fyrir daglegum rekstri Peer Support kerfisins. Til að nefna nokkur dæmi um hlutverk Stoðnefndar í þessu samhengi, þá vaktar nefndin breytingar á reglugerðum og gerir uppfærslur á verkferlum og handbókum með tilliti til breytinga, hefur yfirumsjón með ný- og síþjálfun einstaklinga sem sinna störfum innan Peer Support og sér um samskipti við flugrekendur og fagaðila.
Við hvetjum alla til að kynna sér nýju heimasíðuna og starfsemi Peer Support. Unnið er að íslensku útgáfu síðunnar og verður hún birt innan skamms.
FÍA styður flugmenn Aer Lingus
Félag íslenskra atvinnuflugmanna styður kjarabaráttu flugmanna Aer Lingus
Þeir félagsmenn IALPA sem starfa hjá Aer Lingus hafa verið í kjarasamningsviðræðum við sinn vinnuveitanda í um 22 mánuði. Viðræðurnar hafa ekki borið tilætlaðan árangur og því hófu flugmenn Aer Lingus stuttar verkfallsaðgerðir þann 29. júní.
Ekki hefur tekist að vinna til baka þær lífsgæða og kjaraskerðingar sem heimsfaraldurinn COVID 19 olli.
Félags íslenskra atvinnuflugmanna sendi þeim stuðningsyfirlýsingu í aðdraganda verkfallsins og hana má sjá hér fyrir neðan:
June 24th 2024
Dear Mark Tighe CC: Sebastian Curras
This letter is written on behalf of the members and board of the Icelandic Airline Pilots Association (FIA) and fully reflects our combined opinion on the matters at hand.
Regarding the issue of the Aer Lingus pilot group and the Aer Lingus management.
As the pilot group has consistently worked to ensure the continued operational stability of the airline during the Covid pandemic and indeed has taken unprecedented cut in life and working conditions and undertaken extraordinary operational flexibility to ensure continuity, it is inexplicable that now the airline is in resurgence that the management would not seek to readdress this imbalance and work with the pilot’s group to find a mutually acceptable outcome.
The voluntary and generous measures that many members took during the Covid pandemic to secure the futures of their respective airlines is not to be used as a means of now downgrading their contracts or conditions to a new low. This kind of management strong arm technique is an opportunistic and disgraceful tactic, especially given the very significant efforts and degradation in living/work standards that the crews endured to secure the airlines continuity.
We, the Icelandic Airline Pilots Association (FIA) are fully in support of IALPA working to secure a mutually acceptable outcome and if necessary, any industrial action that is needed in support of this effort.
The Icelandic Airline Pilots Association (FIA), are committed to working with IALPA to ensure that all members can expect and receive the right to open and constructive negotiations. It is clearly not an effective solution for any management group to dismiss, out of hand, any sensible negotiations by their employees.
With best regards,
Jonas Gudmundsson
Director of International Affairs
Icelandic Airline Pilots Association
Flugmenn á móti fækkun flugmanna í stjórnklefa
Flugmenn taka afstöðu gegn hugmyndum um fækkun flugmanna í stjórnklefa
Ef áætlanir flugvélaframleiðenda ganga eftir þá gætu vissar Evrópskar flugvélategundir verið starfræktar af einum flugmanni, en hugmyndir eru uppi um að slíkt gæti orðið raunin árið 2027
Til þess að láta í ljós afstöðu sína á málinu hafa Evrópskir flugmenn, undir forystu European Cockpit Association (ECA), hrint af stað herferð og í leiðinni opnað nýja heimasíðu www.onemeansnone.eu
Markmið herferðarinnar er að upplýsa hinn almenna flugfarþega um þá áhættu sem fylgir því að fækka flugmönnum í stjórnklefa flugvélar.
FÍA hvetur félagsmenn og aðra hagaðila að kynna sér málið. Flugöryggi varðar okkur öll!
...
Hér má sjá skilaboð frá European Cockpit Association um Single Pilots flights:
Pilots take a stand against Single Pilot Flights: "One Means None"
Brussels, 1 July 2024
European planes could be operating with only one pilot at the controls as soon as 2027, if moves by aircraft manufacturers are successful. To take a stand against this, European pilots led by the European Cockpit Association (ECA) have launched a new website: OneMeansNone.eu. The platform aims to inform passengers about the significant safety risks associated with reducing crew from two pilots to one.
Captain Otjan de Bruijn, ECA President, said: “One pilot in the cockpit during an extensive period of a flight is a gamble with the safety of our 200 to 400 passengers in the back of the plane and those on the ground. Pilots do not just fly a plane – we monitor each other and all flight aspects, manage aircraft automation and swiftly address any safety, security or operational risks in a very complex and fast-changing environment. As a pilot, I am convinced that single pilot flights are an inherently dangerous concept driven solely by the commercial interests of manufacturers and airlines.”
Having two pilots at the controls of a large commercial plane is not just an operational necessity but is also mandated by regulation and industry standards. Aviation authorities worldwide stipulate crew composition standards for commercial flights. But at least two manufacturers, Airbus and Dassault, are actively pursuing the elimination of one pilot from the flight deck during the cruise phase.
The European Aviation Safety Agency (EASA) is currently evaluating the safety implications of the proposal for “extended Minimum Crew Operations” (eMCO) submitted by those manufacturers. If approved, it would lead to one pilot leaving the flight deck for several hours during the cruise phase of the flight, while the other remains at the controls.
The purpose of "One Means None"
The website, “One Means None,” details the vital roles that two pilots play in ensuring safe operations, particularly during unforeseen emergencies and complex situations. The purpose of the website is to emphasize several key safety arguments:
- Complex Task Management: Flying an aircraft involves numerous tasks and decision-making processes that are best managed by two qualified professionals.
- Cross-checking and Mutual Support: Two pilots provide essential backup for each other, ensuring that if one pilot is incapacitated or overwhelmed, the other can take over.
- Emergency Response: In crisis situations, having two pilots in the cockpit allows for an effective and coordinated response, ensuring the overall safety of the flight.
Even if the technological advancements and automation have contributed to improving flight safety and efficiency over the last decades, human oversight of these failure-prone systems remains paramount. Two pilots are indispensable not only in averting crises and ensuring optimal outcomes in emergency situations but also during normal operations. While replacing pilots with automation could possibly increase aviation manufacturers’ profits, it will not make flights any cheaper or safer for passengers.
Pilots Unite for Safer Skies
Pilots remain at the forefront of the action for flight safety – a petition in the Netherlands has gained almost 50,000 signatures while pilots across France and Italy have demonstrated at airports. Thousands of pilots worldwide expressed their opposition to removing pilots from the flight deck through a coordinated global campaign on World Pilots’ Day. The launch of the website supports a global movement against Reduced Crew Operations, supported by European Pilots, the International Federation of Air Line Pilots' Associations and the biggest Pilot union in the US – Air Line Pilots Association.
About ECA:
The European Cockpit Association (ECA) is the voice of European pilots within the European Union. It represents over 40,000 pilots from national pilot associations across 33 European states, with 3 Associate Members. ECA advocates for enhancing aviation safety and promotes social rights and quality employment for pilots in Europe.
Visit www.onemeansnone.eu to learn more about the risks of single-pilot flights
Aðalfundur EFÍA
Síðastliðinn föstudag, 31. maí, var haldinn ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA að Hlíðasmára 8. Á dagskrá voru hefðbundin störf.
Í kjölfar fundarins var rafræn kosning til stjórnar og einnig vegna samþykktabreytinga og lýkur henni 7. júní kl. 13:00. Í kosningu til stjórnar er kosið um tvo varamenn til stjórnarsetu í tvö ár. Í framboði eru:
Arna Óskarsdóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Gauti Sigurðsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Úlfar Henningsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu í tvö sæti varamanna.*
Þar sem eitt framboð barst í eitt sæti aðalmanns er sjálfkjörið í það sæti. Salvör Egilsdóttir mun sitja sem aðalamaður í tvö ár.
Einnig er kosið um samþykktabreytingar. Hér að neðan má sjá allar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum EFÍA:
Tillögur stjórnar til samþykktabreytinga 2024
Kjörklefinn https://www.arionbanki.is/efia/um-efia/stjornarkjor-2024/kosningar-efia-2024/
Stjórn EFÍA
NTF fundur í Reykjavík
The Nordic Transport Federation (NTF) Civil Aviation Section hittust 30. - 31. maí sl. í Reykjavík til að ræða ITF ráðstefnuna sem verður í Marrakech og aukna samvinnu á milli eininga. Um var að ræða 26 aðila frá Norðurlöndunum sem hittust í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Friðrik Ómarsson, Jónas Þór Guðmundsson og Vala Gauksdóttir tóku þátt fyrir hönd FÍA.
Meðal þess sem fram fór á fundinum voru kynningar á starfsemi íslensku stéttarfélaganna (FÍA, FFÍ og FVFÍ), yfirferð frá fulltrúm VR vegna kjarabaráttu starfsfólks í farþegaafgreiðslu í Keflavík, kynning sagnfræðings á íslenskri sögu og menningu auk þess sem drjúgur tími fór í að ræða málefni hinna ýmsu aðildarfélaga flugráðs NTF á Norðurlöndunum. Að loknum fundi á fimmtudag var fundargestum boðið til 3ja rétta kvöldverðar í boði FÍA, FFÍ og FVFÍ. Fundinum lauk svo á föstudeginum með heimsókn í flugskýli Icelandair, Ground Operations og Network Control Center Í Keflavík.
FÍA vill þakka öllum þeim sem komu að fundinum ásamt skipuleggendum NTF.
Hádegisfyrirlestur um starfslok og lífeyrismál
Starfsmenntasjóður stóð fyrir hádegisfyrirlestri með Birni Berg Gunnarssyni fjármálaráðgjafa sem kom og hélt erindi um lífeyrismál og starfslok.
Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði var farið vandlega yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.
Meðal þeirra spurninga sem leitað var svara við voru:
Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
Hvernig göngum við á séreignarsparnað?
Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
Hvaða skatta kem ég til með að greiða?
Góð þáttaka var á viðburðinn og einnig var honum streymt. Fyrirlesturinn er aðgengilegur félagsmönnum í appinu og á innri vef FÍA. Slóðina má einnig finna á facebook síðu Starfsmenntasjóðsins.
Starfsmenntasjóður FÍA þakkar fyrir góða áheyrn.
Alþjóðlegur dagur flugmanna
Kæru félagar,
Í dag föstudaginn 26. apríl er Alþjóðlegur dagur flugmanna.
FÍA sendir félagsmönnum FÍA sem og samstarfsfólki okkar í flugiðnaðinum árnaðaróskir í tilefni dagsins og þakkir fyrir komuna í flugmannakaffi í dag.
Hádegisfyrirlestur fyrir Grasrótina
Öryggisnefnd FÍA stóð fyrir hádegisfyrirlestri þann 23. apríl sl. fyrir ,,Grasrótina" sem ætlaður var fyrir atvinnuflugmenn sem stunda einkaflug innan FÍA.
Verkefnastjóri Isavia ásamt fulltrúum frá öryggisnefnd fóru m.a. yfir:
Upprifjun fyrir sumarvertíðina
Flugbrautar- og akbrautarátroðningur
Loftrýmin í kringum höfuðborgarsvæðið
Flugupplýsingar og hvernig á að nálgast þær
Þyngdarútreikningar
Sjónflugsleiðir til og frá BIRK
Flug við óstjórnaða flugvelli
Breytingar á akbrautarheitum, merkingum og skiltum á BIRK
ofl.
Öryggisnefnd FÍA þakkar áhugasömum fyrir komuna.
Ársfundur EFÍA 2024
Ársfundur EFÍA 2024
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn föstudaginn 31. maí kl. 12:00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með umræðu- og tillögurétti.
Dagskrá, fundargögn og upplýsingar um framboð til stjórnar verða birt þegar nær dregur.
Tillögur til ályktunar um önnur mál, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Aðalfundur FÍA
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024, kl. 20:00 í Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi.
Hefðbundin aðalfundadagskrá fer fram:
DAGSKRÁ
- Stjórnarkjör
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning skoðunarmenn reikninga FÍA
- Kosning fulltrúa í Starfsráð
- Önnur mál
Sæti formanns og fjögurra meðstjórnenda eru laus. Sjálfkjörið er í embætti formanns en kjósa þarf í embætti meðstjórnenda. Í framboði til formanns er Jón Þór Þorvaldsson. Í framboði til stjórnar eru: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).
Léttar veitingar verða í boði eftir fundinn. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.
Bestu kveðjur,
Stjórn FÍA
*ENGLISH*
The Icelandic Airline Pilots Association annual Meeting will be held at Hlíðasmári 8, 200 Kópavogur, Thursday 29th of February 2024, at 20:00.
Agenda
- Election of the board members.
- The association’s board reports on the association’s operations.
- The association’s pronounced accounts are submitted.
- Law changes
- Election of 2 account surveyors.
- Elections for FÍA Seniority working committee.
- Other Matters.
President position and four board members are available. Jón Þór Þorvaldsson is only one running for the President position. Those who are running for board positions are: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).
Light beverages and snack will be served at the end of the meeting.
Best regards,
The Board of FÍA
Sjóðsfélagafundur EFÍA - 13. febrúar kl 12
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 fer fram sjóðfélagafundur EFÍA. Þrjú mál eru á dagskrá.
Fyrst verður fjallað um ávöxtun sjóðsins á síðasta ári og hvernig nýja árið fer af stað.
Annað mál á dagskrá er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvæði í samþykktum LIVE lífeyrissjóðs var dæmt ógilt, en það varðar umreikning áunninna lífeyrisréttinda vegna spár um hækkandi lífaldur. Þessi dómur kann að hafa fordæmisgildi á samþykktir EFÍA.
Að lokum verður stutt kynning á reglum sjóðsins um makalífeyri.
Fundurinn verður haldinn í sal FÍA að Hlíðasmára 8. Léttar hádegisveitingar verða í boði og að sjálfsögðu opið fyrir spurningar og umræður.
Niðurstöður Stjórnarkjörs FÍA 2024
Á aðalfundi FÍA í gærkveldi lágu úrslit kosninga um stjórnarkjör í FÍA fyrir. Kosningaþáttaka var afar góð en um 72,64% sem voru á kjörskrá tóku þátt en
félagsmenn gátu kosið að þessu sinni. Aðalfundurinn fór fram að þessu sinni í höfuðstöðvum FÍA og var salurinn þéttsetinn.
Úrslit stjórnarkjörs FÍA eru:
Jón Þór Þorvaldsson, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Meðstjórnendur til næstu tveggja ára eru;
Elí Úlfarsson (ICE) - 62,67%
Örnólfur Jónsson (ICE) - 60%
Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE) - 59,83%
Högni Björn Ómarsson - 50,67%
Vala Gauksdóttir (FÍ) - 48,83%
Kristinn Alex Sigurðsson - 37,83%
Samkvæmt 16. gr. laga geta aðeins fimm félagsmenn frá hverjum samningsaðila FÍA geta tekið sæti í stjórn hverju sinni. Þar sem félagmenn frá Icelandair fylltu kvótann sinn í þessum er Vala sjálfkjörin í stjórn FÍA.
Félagsmenn FÍA óskar þeim til hamingju með kjörið og og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum.
Þeir stjórnarmenn sem hætta í stjórn eru Gunnar Björn Bjarnason, Högni Björn Ómarsson, Sara Hlín Sigurðardóttir og Steindór Ingi Hall. Félagsmenn FÍA þakkar þeim fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu atvinnuflugmanna.
Fyrir eru í stjórn: Guðmundur Már Þorvarðason, varaformaður, G. Birnir Ásgeirsson, Haraldur Helgi Óskarsson, Jóhannes Jóhannesson meðstjórnendur.