Orlofshúsasjóður

Orlofshúsasjóður FIA hefur það hlutverk að sjá um rekstur og útleigu á orlofshúsum félagsins. Í dag eigum við 4 hús, í Reykjaskógi í Biskupstungum, í Kjarnaskógi við Akureyri og tvö á Akureyri.

Þetta eru félagsbústaðir og því er mikilvægt að ganga vel um og þrífa vel eftir sig því ef það er ekki gert þá lenda þrif á þeim félaga sem á eftir þér kemur. Útleiga fer fram í gegnum vefsíðu FIA. Orlofshúsum er úthlutað eftir punktakerfi á sumrin.

Nánari lýsingu á húsum geta félagsmenn fengið með því að innskrá sig á orlofsvef FÍA.