Um félagið

FÍA er fyrsta og stærsta stéttarfélag flugmanna á Íslandi. Það er opið og frjálst félag sem byggir á 70 ára starfi að öryggis- og kjaramálum atvinnuflugmanna. Félagar í FÍA eru rúmlega 800 og fjölgar stöðugt samfara því að flugfélögin auka við sína starfsemi. FÍA er eina stéttarfélag flugmanna hérlendis sem er aðili að evrópu- og alþjóðasambandi flugmanna.

Á vegum FÍA starfa fjölmargir við að gæta hagsmuna flugmanna. Öryggis- og stoðnefndir, stjórn, starfsfólk og trúnaðarmenn styðja með margvíslegum hætti við bakið á flugmönnum á ýmsum sviðum og tryggja flugmönnum þannig það bakland sem er þeim nauðsynlegt.

Tilgangur félagsins er samkvæmt lögum þess, að fara með samninga fyrir hönd félagsmanna um kaup og kjör, vinna að öryggismálum flugsins, vernda réttindi og hagsmuni félagsmanna í atvinnumálum og veita félagsmönnum aðstoð í veikindum samkvæmt reglugerð sjúkrasjóðs.