Öryggisnefnd

Öryggisnefnd FÍA er ein af fjórum fastanefndum FÍA. Nefndin starfar á faglegum grunni og er ætlað að takast á við mál er varða öryggi flugmanna.

Nefndin er skipuð af stjórn FÍA en er að öðru leyti sjálfstætt starfandi. Í nefndinni sitja sjö félagsmenn FÍA og eru þeir bundnir þagnarskyldu um það sem þeir komast að í starfi sínu fyrir nefndina og leynt á að fara.

Öryggisnefnd FÍA:
Jón Hörður Jónsson, formaður
Brynhildur Ásta Bjartmarz
Kristinn Sigurðsson
Matthías Ragnars Arngrímsson
Orri Eiríksson
Sigurður Þorkell Ögmundsson

Netfang öryggisnefndar: oryggisnefnd@fia.is

Félag íslenskra atvinnuflugmanna stendur árlega fyrir ráðstefnunni ,,Reykjavik Flight Safety Symposium og verður hún haldin næst í janúar 2025. Nánar auglýst síðar.