Fréttir

20. ágú 2019

Dagskrá starfsmenntasjóðs í haust

Starfsmenntasjóður FÍA býður upp á fjölda spennandi fyrirlestra fyrir áramót, sem spanna allt frá heilsu yfir í veðurfræði.

Fyrirlestrarnir eru haldnir í sal FÍA, Grjótnesi, milli kl. 12:00-14:00 og eru allir félagsmenn velkomnir.

Fimmtudagur, 5. september
Bakskólinn

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur fyrirlestur um stoðkerfi líkamans og helstu áhættuþætti tengda starfinu með áherslu á mögulegar forvarnir.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Mánudagur, 30. september
Kanntu að nota Ipad?

Fyrirlesari á vegum Iðunnar fræðsluseturs kemur og heldur erindi um notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.

Þriðjudagur, 15. október
Ferðamennska á fjöllum

Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar heldur fyrirlestur um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.

Þriðjudagur, 26. nóvember
Heilsa á ferð og flugi

Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu á ferðalagi. Systurnar munu sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Þriðjudagur, 10. desember
Blessuð blíðan

Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.

Lesa meira
24. maí 2019

Fréttabréf maímánaðar

Fréttabréf FÍA fyrir maímánuð er komið út og er nú að mestu helgað væntanlegum kosningum til stjórnar EFÍA, þótt þar finnist ýmislegt fleira! Fréttabréfið er nú í fyrsta sinn gefið út á bæði íslensku og ensku. Í því alþjóðlega umhverfi sem við störfum í er mikilvægt að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um félagið, starfsemi þess og réttindi sín.

Lesa meira