None
20. okt 2023

Flugskóli Reykjavíkur gerir kjarasamning við FÍA

Flugskóli Reykjavíkur og FÍA undirrita kjarasamning.

Að mati okkar hjá FÍA er mikilvægt að hér á landi séu starfræktir flugskólar og að framtíðar flugmenn geti þar lært af reynslumiklum kennurum hvort sem er til einkaflugmanns eða atvinnuflugmannsréttinda.

Í byrjun þessa árs var undirritaður tímamótasamningur fyrir flugkennara hjá Geirfugli og Flugakademíu Íslands, en síðarnefndi skólinn hætti starfsemi í sumar.

Sá kjarasamningur er tvískiptur og tekur mið af þörfum ólíkra flugskóla en jafnframt er þess gætt að flugkennurum sé greitt fyrir alla vinnu, hvort sem hún er á jörðu niðri eða á flugi.

það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með metnaðarfullum áformum þeirra sem standa að rekstri Flugskóla Reykjavíkur, en öllum flugkennurum sem áður störfuðu hjá Flugakademíu Íslands hefur nú verið boðið starf þar.

Í gær staðfestu fulltrúar FíA og Flugskóla Reykjavíkur kjarasamning og gildir hann til og með 31.12.2028

Með kjarasamningnum fjölgar félagsmönnum í FÍA og Flugskóli Reykjavikur verður leiðandi afl í menntun atvinnuflugmanna framtíðarinnar.

Við hjá FíA óskum flugkennurum og stjórnendum alls hins besta og erum stoltur samstarfsaðili Flugskóla Reykjavikur.