None
06. feb 2024

Sjóðsfélagafundur EFÍA - 13. febrúar kl 12

Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 fer fram sjóðfélagafundur EFÍA. Þrjú mál eru á dagskrá.

Fyrst verður fjallað um ávöxtun sjóðsins á síðasta ári og hvernig nýja árið fer af stað.

Annað mál á dagskrá er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvæði í samþykktum LIVE lífeyrissjóðs var dæmt ógilt, en það varðar umreikning áunninna lífeyrisréttinda vegna spár um hækkandi lífaldur. Þessi dómur kann að hafa fordæmisgildi á samþykktir EFÍA.

Að lokum verður stutt kynning á reglum sjóðsins um makalífeyri.

Fundurinn verður haldinn í sal FÍA að Hlíðasmára 8. Léttar hádegisveitingar verða í boði og að sjálfsögðu opið fyrir spurningar og umræður.