None
01. des 2023

EASA óskar eftir þátttöku og áliti evrópskra flugmanna

Minimum Crew Operations (eMCO) / Single Pilot Operations (SiPO) -Könnun-

EASA vinnur nú að öflun gagna frá flugmönnum vegna innleiðingar á Minimum Crew Operations (eMCO) og Single Pilot Operations (SiPO).

EASA hefur því gefið út stutta könnun sem unnin er í samstarfi við hollensku stofnunina NRL, eða Royal Netherlands Aerospace Centre.

Með þessari könnun er meðal annars verið að afla gagna um þreytu, veikindi flugmanna við störf, einveru í stjórnklefa en einnig er leitað eftir áliti flugmanna á hugmyndafræði eMCO og SiPO.

Könnunin inniheldur 31 spurningu sem flestar eru fjölvalsspurningar.
Um það bil 15 mínútur tekur að svara og er okkar innlegg gríðarlega mikilvægt!

Opið er fyrir svör til 14. desember.
Smellið hér til þess að taka þátt: survey.nlr.nl