Tengdar fréttir
EASA óskar eftir þátttöku og áliti evrópskra flugmanna
Minimum Crew Operations (eMCO) / Single Pilot Operations (SiPO) -Könnun-
EASA vinnur nú að öflun gagna frá flugmönnum vegna innleiðingar á Minimum Crew Operations (eMCO) og Single Pilot Operations (SiPO).
EASA hefur því gefið út stutta könnun sem unnin er í samstarfi við hollensku stofnunina NRL, eða Royal Netherlands Aerospace Centre.
Með þessari könnun er meðal annars verið að afla gagna um þreytu, veikindi flugmanna við störf, einveru í stjórnklefa en einnig er leitað eftir áliti flugmanna á hugmyndafræði eMCO og SiPO.
Könnunin inniheldur 31 spurningu sem flestar eru fjölvalsspurningar.
Um það bil 15 mínútur tekur að svara og er okkar innlegg gríðarlega mikilvægt!
Opið er fyrir svör til 14. desember.
Smellið hér til þess að taka þátt: survey.nlr.nl
Paul Allen kosinn í stjórn ECA
Paul Allen, flugstjóri hjá Air Atlanta hefur verið kosinn í stjórn Evrópska flugmannasambandsins ( e. European Cockpit Association) á nýafstaðinni ráðstefnu sambandsins í Brussel.
Paul er fyrstur íslenskra flugmanna sem kjörinn er í stjórn ECA, en stjórnina skipa 6 aðilar. Hann er menntaður flugvirki og flugmaður og hefur áratuga reynslu úr störfum sínum sem flugmaður og síðar flugstjóri frá árinu 1994. Paul er einnig með mastersgráðu í flugöryggismálum frá Háskólanum í London og er viðurkenndur af ICAO sem rannsakandi flugslysa.
Paul hefur sinnt nefndarstörfum í Alþjóðanefnd FÍA undanfarin ár við góðan orðstír og kosning hans í hlutverk Director Professional Affairs ekki einungis staðfesting á framúrskarandi starfi hans í þágu félagsmanna FÍA á alþjóðavettvangi sl. ár, heldur er kosningin einnig mikilvæg viðurkenning á því starfi sem aðilar í nefndum FÍA vinna í þágu félagsmanna.
Stjórn FÍA óskar Paul Allen til hamingju með kosninguna og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum hjá ECA.
"The European Cockpit Association (ECA) was created in 1991 and is the representative body of European pilots at European Union (EU) level. It represents over 40,000 European pilots from the National pilot Associations in 33 European states."
"The European Cockpit Association represents the collective interests of professional pilots at European level, striving for the highest levels of aviation safety and fostering social rights and quality employment."
Broken safety: Heimildamynd um stöðu flugöryggis í Evrópu
Við mælum með að gefa ykkur tíma og horfa á þessa heimildamynd frá ECA þar sem Evrópskir flugmenn tala um stöðu flugöryggis í Evrópu.
"European pilots and cabin crew feel strongly that flight safety is no longer the primary concern of the European Aviation Safety Agency (EASA) and of some industry stakeholders. In a compelling new documentary, aviation professionals express their fears and profound disappointment with the state of aviation safety in Europe."