Fréttir

23. mar 2020

Tilkynning frá FÍA um stöðu Icelandair flugmanna

Sú samstaða sem hefur verið aðalsmerki flugmanna er öflugasta vopnið gegn þeirri sameiginlegu ógn sem við stöndum nú frammi fyrir. Við þurfum öll að bregðast við aðstæðum sem ógna ekki bara efnahag ríkja, fyrirtækja og einstaklinga, heldur því sem er mikilvægast - heilsu og lífi fólks. Á slíkum stundum liggur hugur fólks hjá fjölskyldu og ástvinum þótt óvissan um afkomu og atvinnuöryggi geti vissulega aukið streitu og álag.

Staðan hjá Icelandair
Icelandair, líkt og önnur flugfélög í heiminum, stendur nú frammi fyrir skyndilegum tekjumissi og óvissan sem því fylgir er mikil. Félagið gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, ekki bara gagnvart starfsfólkinu sínu heldur einnig í íslensku samfélagi og efnahagslífi. Styrkur félagsins felst í samsetningu flugflota, sterkri eiginfjárstöðu og öllu því fjölhæfa og öfluga starfsfólki sem með dugnaði sínum og elju hefur áður brotist í gegnum ýmsa erfiðleika. Það munum við einnig gera núna.

Ljóst er að félagið þarf að bregðast hratt við þeim aðstæðum sem nú eru komnar upp. Fulltrúar Icelandair kynntu í síðustu viku hugmyndir er varða almennar aðgerðir félagsins til að bregðast við samdrætti. Í því skyni að draga sem fyrst úr launakostnaði verða flestir starfsmenn færðir niður í lægra starfshlutfall. Stór hluti þessa fólks mun þrátt fyrir það halda áþekkum ráðstöfunartekjum þar sem greiðslur úr Atvinnutryggingasjóði munu bætast við launin frá Icelandair. Það úrræði yfirvalda er gert með þeim formerkjum að ráðningarsamband haldist.

Staða flugmanna Icelandair
Flugmenn Icelandair munu nú leggja lóð sín á vogarskálarnar rétt eins og aðrir starfsmenn, enda eiga þeir allt undir velgengni fyrirtækisins. Algengt er að flugmenn séu ráðnir á þrítugsaldri og starfi svo af tryggð og trúmennsku hjá Icelandair til starfsloka. Það er einstakt langtímasamband og um leið vitnisburður um gæði okkar starfa.

Nú þegar hefur tæpur fjórðungur flugmanna misst vinnuna, enda hafði kyrrsetning B-737 MAX véla félagsins mikil áhrif reksturinn áður en útbreiðsla Covid-19 veirunnar bætti gráu ofan á svart. Flugmenn brugðust við, þá eins og nú, og frestuðu umsömdum launahækkunum og framlengdu kjarasamning án hækkana til að styðja við félagið. Þau úrræði sem nýtast flestum starfsmönnum Icelandair gagnast okkar fólki hins vegar ekki eins vel. Kjarasamningur okkar er ólíkur því sem tíðkast hjá öðrum hópum og því var mikilvægt að finna flöt á því með hvaða hætti mætti heimfæra þessa aðgerð yfir á flugmenn, að teknu tilliti til kjarasamnings.

Launalaust leyfi í stað 50% starfs
Upphaflega var gerð krafa um að flugmenn Icelandair færu allir í 50% starf, á sömu forsendum og aðrir starfsmenn félagsins. Eftir að ljóst var að það samræmdist ekki starfsaldursreglum þurfti að leita annarra leiða. FÍA kom til móts við kröfu félagsins um að launakostnaður yrði lækkaður sem allra fyrst með tillögu um launalaust leyfi. Aðgerðin gengur út á það að flugmenn vinni aðeins helminginn af tímabilinu frá 1. apríl – 31. maí. Þannig nær félagið strax fram þeim sparnaði sem lagt var upp með án þess að breyta þurfi kjarasamningi sem er kostur.

Lög FÍA kveða á um leynilega rafræna atkvæðagreiðslu sem þegar er hafin. Verði þessi tímabundna ráðstöfun samþykkt er Icelandair heimilt að setja flugmenn í launalaus leyfi á ofangreindu tímabili.

Það er von mín og trú að flugmenn sýni þessum fordæmalausu aðstæðum skilning og taki sem fyrr þátt í þvi að koma Icelandair í gegnum erfiða tíma. Samstaðan er okkar aðalsmerki og nú vona ég að við sýnum hana öll í verki.

Þótt áherslan undanfarna daga hafi verið á málefni Icelandair flugmanna vil ég taka fram að við höfum einnig verið að vinna að málefnum annarra hópa innan stéttarfélagsins og munum við vera í sambandi við ykkur félagsmenn eftir því sem málefni þróast.

Með kveðju,

Jón Þór Þorvaldsson,

Formaður FÍA

Lesa meira
12. mar 2020

RFSS BREYTING

Vegna skyndilegra breytinga og þróunar á Covid-19 faraldrinum, þurfum við að bregðast við aðstæðum og munum streyma ráðstefnuna á netinu. Ráðstefnan verður samt sem áður haldin á Nordica, opin sérstökum boðsgestum og við viljum hvetja ykkur til að horfa á hana á netinu.

Linkur á streymið verður aðgengilegur á www.fia.is

Miðar sem keyptir voru á tix.is verða endurgreiddir samkæmt beiðni til info@tix.is

**Mælst er til þess að einstaklingar sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 haldi sig heima. Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans. Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19, Að öðru leyti þá eru grunnskilaboðin þessi:

✓ Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.

✓ Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.

✓ Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.

✓ Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.

✓ Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.

✓ Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.

Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar

Lesa meira
10. mar 2020

Aukanámskeið - Hættu að væla, komdu að kæla!

NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.

Vegna mikillar aðsóknar varð námskeiðið Hættu að væla, komdu að kæla strax fullbókað og því hefur starfsmenntasjóður, í samstarfi við Andra Iceland, ákveðið að bjóða upp á annað námskeið. Það er haldið sömu dagana og hið fyrra (4., 5., 7. og 30. maí), en á öðrum tímum, og er einungis í boði fyrir félagsmenn. Aðeins 20 komast að.
Smelltu hér til að skrá þig á seinna námskeiðið!

Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?

Á þessu námskeiði lærir þú:

Skilning á sambandi líkama og hugar

Að nota öndun sem heilsubót

Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum

Kæling. Sem heilsutól

Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama

Vísindin á bak við aðferðina

Group 2-May .png

Lesa meira
09. mar 2020

Hættu að væla, komdu að kæla!

NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.

Starfsmenntasjóður FÍA kynnir, í samstarfi við Andra Iceland, Wim Hof námskeið sem er sérsniðið fyrir félagsmenn FÍA. Námskeiðið fer fram 4., 5., 7., og 30. maí er einungis í boði fyrir félagsmenn (skráningalistinn verður yfirfarinn) og aðeins 20 komast að. Þau sem hafa áhuga geta smellt á þennan hlekk til að skrá sig endurgjaldslaust.

Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?

Á þessu námskeiði lærir þú:

Skilning á sambandi líkama og hugar

Að nota öndun sem heilsubót

Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum

Kæling. Sem heilsutól

Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama

Vísindin á bak við aðferðina

Group 1-vMay  (1).png

Lesa meira
09. mar 2020

Fréttabréf mars 2020

Fréttabréf FÍA í marsmánuði er nú komið út, en þar er meðal annars sagt nánar frá spennandi fyrirlesurum á Reykjavík Flight Safety Symposium, sem er nú á föstudaginn, ásamt greinum frá nýjum formanni og formanni öryggisnefndar og spennandi fréttum af námskeiðum og fyrirlestrum starfsmenntasjóðs.

Lesa meira