None
12. okt 2023

Reykjavík Flight Safety Symposium

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur fyrir ráðstefnunni ,,Reykjavik Flight Safety Symposium” í sjöunda sinn þann 12. október 2023 í Gullhömrum.

Markmið ráðstefnunnar er að miðla fróðleik og skapa vettvang fyrir umræðu um þau málefni sem varða flugiðnaðinn á hverjum tíma. Ráðstefnan dregur til sín fjölbreyttan hóp úr flugiðnaðinum, alls staðar að úr heiminum. Þátttaka síðustu ár hafa farið fram úr björtustu væntingum og ljóst að umfjöllunarefnið höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps, m.a. flugumferðarstjóra, flugmanna og aðila úr stjórnsýslunni.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt í samræmi við anda ráðstefnunnar en staðfestir fyrirlesarar eru:

Petter Hörnfeldt - Mentour Pilot (TRE B737)
Sævar Birgisson frá ISAVIA ANS - Fjarturnar (remote towers)
Snædís Sigurðardóttir, sálfræðingur - Streita og kulnun
Haukur Gunnarsson, Icelandair - flugnám og flugkennsla
Þengill Oddsson, yfirfluglæknir Samgöngustofu - Lyfja- og fíkniefnaskimanir
Guðmundur Steingrímsson, umhverfis- og auðlindafræðingur - Losunarheimildir ESB

Aðgangseyrir verður eins og áður hóflegur og verður hádegishlaðborð innifalið í verði.

dagskrá

Hægt að kaupa miða hér: https://tix.is/is/event/16151/reykjavik-flight-safety-symposium/

Hafir þú frekari fyrirspurnir eða ábendingar um fyrirlesara getur þú sent tölvupóst á fia@fia.is.