Fréttabréf desembermánaðar!
Desemberútgáfa fréttabréfs FÍA er nú komið út - Fréttabréf
Hafið það gott um hátíðarnar!
Lokun skrifstofu FÍA yfir hátíðarnar.
Kæru félagsmenn.
Skrifstofa FÍA verður lokuð frá 23. desember til 4. janúar.
Minni á að ávallt er hægt að nálgast stjórn og starfsmenn skrifstofu í gegnum tölvupóst eða síma.
Allar upplýsingar um starfsmenn eru að finna á heimasíðu FÍA og í smáforritinu FIA Mobile.
Jólakveðja,
Framkvæmdastjóri.
Yfirlýsing 8 samgönguráðherra um samfélagslega ábyrgar samgöngur
Þriðjudaginn 8. desember skrifuðu átta evrópskir samgönguráðherrar undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna fagnar yfirlýsingunni sem sýnir bæði metnað og ásetning ráðherranna. Ljóst er að aðgerða er þörf til að tryggja öryggi, félagsleg réttindi starfsfólks og heilbrigða samkeppni í flugsamgöngum.
Ráðherrarnir koma frá Danmörku, Belgíu, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Portúgal en með yfirlýsingunni vilja þeir þrýsta á framkvæmdastjórn ESB og önnur aðildarríki til að tryggja að við enduruppbyggingu flugsamgangna eftir COVID-19 verði lögð áhersla á öryggi, sanngjarna og óbrenglaða samkeppni og félagsleg réttindi fyrir starfsfólk.
Í yfirlýsingunni er bent á að COVID-19 krísan hafi afhjúpað miklar breytingar sem hafi átt sér stað og stóra galla á flugiðnaðinu, sem hafa náð að byggjast upp vegna slælegs regluyfirlits: Mikil lagaleg óvissa vegna skatta- og vinnulöggjafar, óvissa um félagsleg réttindi starfsfólks, brengluð samkeppni milli flugfélaga og ójöfn réttindastaða starfsfólks auk þess sem löggjöf ríkja sem og framkvæmd og eftirfylgni reglna er víða ábátavant.
Öll þessi atriði, sem ráðherrarnir telja að þurfi forgangsathygli, geta verulega hindrað enduruppbyggingu flugsamgangna eftir að COVID-19 krísunni líkur.
Hér má lesa þýðingu á sameiginlegu yfirlýsingunni á íslensku.
Hér má lesa fréttatilkynningu ECA um sameiginlegu yfirlýsinguna.
Ný samninganefnd FÍA við Norlandair
Ný samninganefnd FÍA við Norlandair hefur verið skipuð:
Högni B. Ómarsson, formaður.
Örnólfur Jónsson.
Davíð Smári Jóhannsson.
Halla Kristjánsdóttir.
Jónas tekur til starfa
Jónas Einar Thorlacius tekur við stöðu framkvæmdastjóra FÍA af Matthíasi Sveinbjörnssyni 1. nóvember nk. og mun sinna starfinu tímabundið til 1. júní 2021 þegar Lára Sif Christiansen snýr aftur til starfa eftir barneignarleyfi.
Jónas er 42 ára gamall og hóf störf sem flugmaður fyrir Icelandair árið 2006. Hann hefur starfað sem flugstjóri hjá félaginu frá árinu 2017 og sat í stjórn FÍA frá 2017 til 2020. Jónas er að auki menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands en hann lauk BS gráðu í viðskiptafræði árið 2018.
Stjórn FÍA hlakkar til samstarfsins með Jónasi sem er góður liðsauki fyrir skrifstofu FÍA. Jónas er öllum hnútum kunnugur í starfsemi stéttarfélagsins vegna fyrri starfa og er boðinn innilega velkominn. Stjórn
FÍA vill við þetta tækifæri þakka Matthíasi Sveinbjörnssyni fyrir frábært samstarf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi hjá Icelandair, en hann tekur aftur við sem forstöðu-maður tekjustýringar hjá Icelandair.
Nýtt fréttabréf
Nýtt fréttabréf FÍA er nú komið út, 24 síður af fjölbreyttu flugefni!
Fréttabréf
Nýjar leiðbeiningar frá IFALPA um þreytu/álag
Skilvirkar tilkynningar eru lykilatriði þegar kemur að því að bera kennsl á áhættu vegna uppsafnaðrar þreytu og álagsstreitu (e. fatigue) og hvernig skuli takast á við slíkt til að tryggja öruggt flug. IFALPA gaf nýverið út gagnlegar leiðbeiningar um þetta mikilvæga málefni, sjá hér.
Ákall frá starfsfólki í flugrekstri
Á þeim tímapunkti, þegar hálft ár er liðið frá því að COVID heimsfaraldurinn hófst, vill starfsfólk í flugrekstri – flugmenn, flugfreyjur- og þjónar, flugvirkjar og flugumferðastjórar - senda samgönguráðherrum Evrópu mikilvæg skilaboð fyrir sameiginlegan fund þeirra þann 28. september næstkomandi.
Þegar Evrópuríki lokuðu landamærum sínum stöðvaðist nær allt farþegaflug, þótt vöruflutningar með lækningabúnað og aðrar nauðsynjar hafi haldið áfram. Þessir erfiðu mánuðir aðgerðarleysis minntu okkur á tilgang flugrekstursins; að tengja saman fólk og menningarheima, flytja vörur, halda hagkerfum gangandi og þjóna almannahagsmunum.
Ástandið hefur einnig afhjúpað stóra kerfisbundna bresti í flugrekstri. Bresti sem hafa myndast vegna áralangs niðurskurðar og stjórnenda sem hafa verið í sífelldu kapphlaupi að botninum. Ef ekkert verður að gert nú í kjölfar kórónuveirufaraldursins varðandi þessa bresti mun fólkið sem starfar við flugrekstur í Evrópu eiga erfitt með að sinna sínu meginhlutverki: Að þjóna almannahagsmunum.
Að snúa aftur til óbreytts ástands eftir COVID er ekki valkostur.
Sjá sameiginlega ákallið í heild sinni hér: COVID-19 & AVIATION - Time to rethink!
Breiðþota Atlanta flýgur tignarlega yfir
Það var ánægjuleg sjón sem blasti við borgarbúum þegar nýleg breiðþota flugfélagsins Atlanta sveif tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið fyrr í dag. Vélin kom til félagsins í ágúst sl. en í heildina eru 9 samskonar fraktvélar í rekstri hjá Atlanta. Tegundin er Boeing 747-400.
Að sögn Baldvins Más Hermannssonar, forstjóra Air Atlanta, hefur fraktflugið gengið vel að undanförnu og er vélin önnur tveggja fraktflugvélaga sem hafa bæst við flota Atlanta á mjög stuttum tíma.
Um þessar mundir starfa 240 flugmenn hjá félaginu sem skapa mikilvægar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.
Vélin stoppar stutt á landinu en hún heldur áfram för sinni til Hahn í Þýskalandi seinnipartinn í dag.
Við þökkum Atlanta kærlega fyrir gleðja borgarbúa og minna okkur á mikilvægi íslensks flugrekstar fyrir land og þjóð.


Fréttabréf ágústmánaðar
Fréttabréf ágústmánaðar er komið út, með áhugaverðum pistlum og fallegum myndum frá flugsumrinu. Smellið hér til að lesa bréfið: Fréttabréf
EHÍ og starfsmenntasjóður
Fjölmörg námskeið eru í boði í sumar hjá Endurmenntun HÍ en þau eru hluti af tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga og eru niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu.
Á námskrá eru þónokkur námskeið sem gætu höfðað vel til flugmanna en þess má geta að meðlimir FÍA geta sótt um 85% endurgreiðslu vegna náms frá starfsmenntasjóði.
Lífið í grasrótinni
ATH BREYTTA DAGSETNINGU! Lífið í grasrótinni - Fundur um flugöryggi í einkaflugi - er nú haldinn í annað sinn, þriðjudaginn 9. júní kl. 20:00 í Grjótnesi. Erindi halda Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Sigurjón Valsson, flugstjóri hjá Atlanta. Léttar veitingar í boði.