None
10. des 2020

Yfirlýsing 8 samgönguráðherra um samfélagslega ábyrgar samgöngur

Þriðjudaginn 8. desember skrifuðu átta evrópskir samgönguráðherrar undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna fagnar yfirlýsingunni sem sýnir bæði metnað og ásetning ráðherranna. Ljóst er að aðgerða er þörf til að tryggja öryggi, félagsleg réttindi starfsfólks og heilbrigða samkeppni í flugsamgöngum.

Ráðherrarnir koma frá Danmörku, Belgíu, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Portúgal en með yfirlýsingunni vilja þeir þrýsta á framkvæmdastjórn ESB og önnur aðildarríki til að tryggja að við enduruppbyggingu flugsamgangna eftir COVID-19 verði lögð áhersla á öryggi, sanngjarna og óbrenglaða samkeppni og félagsleg réttindi fyrir starfsfólk.

Í yfirlýsingunni er bent á að COVID-19 krísan hafi afhjúpað miklar breytingar sem hafi átt sér stað og stóra galla á flugiðnaðinu, sem hafa náð að byggjast upp vegna slælegs regluyfirlits: Mikil lagaleg óvissa vegna skatta- og vinnulöggjafar, óvissa um félagsleg réttindi starfsfólks, brengluð samkeppni milli flugfélaga og ójöfn réttindastaða starfsfólks auk þess sem löggjöf ríkja sem og framkvæmd og eftirfylgni reglna er víða ábátavant.

Öll þessi atriði, sem ráðherrarnir telja að þurfi forgangsathygli, geta verulega hindrað enduruppbyggingu flugsamgangna eftir að COVID-19 krísunni líkur.

Hér má lesa þýðingu á sameiginlegu yfirlýsingunni á íslensku.

Hér má lesa fréttatilkynningu ECA um sameiginlegu yfirlýsinguna.