None
03. nóv 2020

Jónas tekur til starfa

Jónas Einar Thorlacius tekur við stöðu framkvæmdastjóra FÍA af Matthíasi Sveinbjörnssyni 1. nóvember nk. og mun sinna starfinu tímabundið til 1. júní 2021 þegar Lára Sif Christiansen snýr aftur til starfa eftir barneignarleyfi.

Jónas er 42 ára gamall og hóf störf sem flugmaður fyrir Icelandair árið 2006. Hann hefur starfað sem flugstjóri hjá félaginu frá árinu 2017 og sat í stjórn FÍA frá 2017 til 2020. Jónas er að auki menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands en hann lauk BS gráðu í viðskiptafræði árið 2018.

Stjórn FÍA hlakkar til samstarfsins með Jónasi sem er góður liðsauki fyrir skrifstofu FÍA. Jónas er öllum hnútum kunnugur í starfsemi stéttarfélagsins vegna fyrri starfa og er boðinn innilega velkominn. Stjórn

FÍA vill við þetta tækifæri þakka Matthíasi Sveinbjörnssyni fyrir frábært samstarf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi hjá Icelandair, en hann tekur aftur við sem forstöðu-maður tekjustýringar hjá Icelandair.