13. jan 2021

FFÍ stendur með FÍA

Flugfreyjufélag Íslands hefur líst yfir stuðningi sínum við FÍA í deilu félagsins við Bláfugl.

Yfirlýsing stjórnar FFÍ er í heild sinni hér að neðan en hana er einnig að finna á vef FFÍ hér.

Stjórn FFÍ fordæmir framgöngu Bláfugls og SA

Flugfreyjufélag Íslands stendur með Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og fordæmir aðför Bláfugls og SA gegn starfsmönnum sínum. Með þessari framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllum launþegum á Íslandi.  Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu en um það er skýrt kveðið á um í 4. gr. laga nr. 46/1980 um stéttarfélög og vinnudeilur.

FFÍ þekkir slíkar aðfarir af eigin raun eftir atburði sumarsins 2020.

Kópavogur, 13.01.2021