Fyrirlesarar á RFSS 2019

Graham Braithwaite, Cranfield University
Maintaining an authentic safety culture

Graham Braithwaite er prófessor í öryggismálum og rannsókn slysa, og yfirmaður Flutningskerfa við háskólann í Cranfield, Bretlandi. Braithwaite er með B.Sc. (Hons) í Transport Management & Planning og er með doktorsgráðu í öryggisstjórnun flugmála frá Loughborough háskólanum. Hann hefur sérstaklega einblínt á málefni er varða mannlega þáttinn í flugi, öryggisstjórnun og rannsókn slysa, en nýjasta verkefnið sem hann vann að var Regulatory Safety Assurance fyrir CAA í Bretlandi.

Braithwaite er jafnframt sjálfstætt starfandi öryggisráðgjafi fyrir stjórn British Airways, og situr sem sjálfstæður stjórnarmeðlimur (e. Independent Non-Executive Member) í yfirlitsnefnd öryggismála fyrir TUI.

José-Maria Lorenzo, the European Satellite Service Provider
EGNOS Service Provision

Jose Maria Lorenzo lauk M.Sc. gráðu í flugverkfræði (e. aeronautical engineering) frá Universidad Politécnica í Madrid. Á undanförnum árum hefur hann unnið að fjölda verkefna sem tengjast flest air navigation.Í fyrstu vann hann að skilgreiningu krafna við prófanir á ATC kerfi Aena (SACTA), og síðar sem eftirlitsaðili fyrir spænsku flugmálastjórnina.

Eftir nokkurra ára starf við að greina og útfæra vinnuaðferðir Aena sem byggja á Single European Sky reglugerðinni gekk hann til liðs við þróunardeild ESSP-SAS í apríl 2014 sem sérfræðingur í flugþróun (e. Aviation Development Expert). Þar stýrir hann þáttum sem snúa að EGNOS vinnusamkomulagi við veitendur flugleiðsöguþjónustu (Air Navigation Service Provider - ANSP), sem eru að innleiða verkferla sem byggja á EGNOS, og vinnur við að samræma verkefni sem tengjast þjónustu EGNOS.

Kristín Sigurðardóttir, læknir hjá Þróunarmiðstöð rannsóknaverkefna
Stress - Friend or Foe?
& Resilience - So what can we do?

Kristín er slysa- og bráðalæknir en hún stundaði sérnám í London og Newcastle á Englandi. Hún starfar við Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna auk þess að kenna við læknadeild HÍ. Kristín heldur tvö erindi á ráðstefnunni. Utanspítalaþjónusta, forvarnir og heilsuefling hafa lengi verið Kristínu hugleikin og hefur hún sinnt kennslu og fræðslu frá því í læknadeild, bæði innan spítala, þegar hún var kennslustjóri Slysa- og bráðadeildar LSH, og utan.

Kristín sinnir heilbrigðisráðgjöf og fræðslu í fyrirtækjum og hefur haldið námskeið þar sem hún fjallar m.a. um streitu og áhrif hennar, bæði jákvæð og neikvæð. En það er ýmislegt sem fólk getur gert sjálft til að takast betur á við áskoranir og þolað álag betur. Meðfram hefðbundum læknisstörfum hefur Kristín starfað sem læknir á neyðarbíl höfuðborgarsvæðisins, í þyrlusveit LHG og var í hópslysanefnd Landlæknis og Flugmálastjórnar sem fór víða um land og setti á svið hópslys og veitti fræðslu og ráðgjöf.

Kristín er heimshornaflakkari og hefur búið og starfað víða um heim, þar á meðal á Spáni í 7 ár þar sem hún veitti m.a. ráðgjöf til útgerðarfyrirtæja stórra fiskiskipa en í þeim störfum kynnti hún sér meðal annars heilbrigðisþjónustuna í Vestur-Afríku.

Marika Melin, flugsálfræðingur við Karolinska Institutet
High-flying risks

Marika Melin lauk doktorsprófi við Stokkhólmsháskóla árið 2005 og hefur frá þeim tíma unnið við rannsóknir í vinnusálfræði, fyrst við sálfræðideild Stokkhólmsháskóla en frá 2014 við Karolinska Institutet, í taugasálfræðideild. Hún hefur sérstaklega kannað hvernig breytingar á vinnumarkaði og ný viðskiptamódel sem laga sig að þörfum markaða (e. market-adjusted business models) hafa áhrif á vinnuaðstæður og, að endingu, á heilsu og hegðun starfsfólks, til að mynda er varðar öryggismál. Árið 2015 fékk hún rannsóknarstyrk til að vinna að núverandi rannsókn sinni um vinnuaðstæður, heilsu og öryggismál flugmanna.

Samhliða rannsóknavinnu hefur Melin starfað sem flugsálfræðingur, eða allt frá 2000. Árið 2006 tók hún við sem framkvæmdastjóri Scandinavian Institute of Aviation Psychology. Tengt þeirri stofnun hefur hún jafnframt starfað í tíu manna hópi sænskra sálfræðinga með sérþekkingu á málefnum flugs.

Hópurinn sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir flugfélög, allt frá ráðningum og sálfræðilegu mati til menntunar og nýbreytni í vinnuskipulagi. Hópurinn vinnur t.d. með THAI Airways, TUIFly, FlygBRA og þónokkrum flugskólum á Norðurlöndum (Lund University School of Aviation, OSM Flight Academy).

Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsókna hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa
The road from incident to an AD

Ragnar Guðmundsson er með B.Sc. gráðu í flugvélaverkfræði frá Embry-Riddle háskólanum í Bandaríkjunum og einnig með meistaragráðu í þverfaglegri burðarþolsverkfræði frá sameiginlegri námsbraut Edinborgarháskóla og háskólans í Glasgow í Bretlandi. Lokaritgerð Ragnars var um hvort hægt væri að hafa áhrif á flæðihita þeirra límefna sem notuð eru í koltrefjaviðgerðum. Slík efni eru orðin algeng í aðal burðarvirki nútíma flugvéla, svo sem Boeing 787 og Airbus 350.

Ragnar hefur áður starfað sem umsjónarmaður burðarþolssviðs verkfræðideildar Flugleiða, deildarstjóri innkaupadeildar ITS Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli og sem yfirhönnuður hönnunardeildar Icelandair. Hann var skipaður af samgöngu- ráðherra sem nefndarmaður í rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) á árinu 2004. Ragnar var nefndarmaður hjá RNF í átta ár.

Árið 2012 varð Ragnar aðstoðarrannsóknarstjóri rannsóknar- nefndar flugslysa og á árinu 2013 varð hann stjórnandi rann- sókna hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA). Ragnar er einnig einkaflugmaður og býr í Reykjanesbæ ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum.

Steinarr Bragason, Airline Electronics Engineering Committee
Datalink objectives and obstacles - the safety perspective

Steinarr er flugstjóri og Nav Com sérfræðingur hjá Icelandair og er annar formanna DLUF/AEEC. Hann hefur lengi látið flugöryggismál sig varða og var meðal annars formaður öryggisnefndar FÍA frá 2001-2003.
Steinarr þróaði, ásamt Spectralux, datalink avionics lausn og er skráður sem uppfinningamaður þess á bandarísku sérleyfi. Hann hefur tekið þátt í ýmsum datalink verkefnum ICAO og IATA.

Steinarr mun fjalla um markmið með datalink og hvað stendur í vegi fyrir því út frá flugöryggissjónarmiði.