Fyrirlesarar á RFSS 2020

ANTTI TUORI

AnttiTuori2.jpg

Pilot's health - risks and solutions

Dr. Antti Tuori er flugmaður og fluglæknir (e. aeromedical examiner). Hann útskrifaðist sem læknir úr Helsinki háskóla árið 1996, varði doktorsritgerð sína við sama skóla árið 1998 og hóf störf hjá EASA sem fluglæknir árið 2013. Hann byrjaði að fljúga fyrir Finnair árið 2002 og hefur flogið sem flugmaður á A320, A330 og A340 og sem flugstjóri á A320. Hann flýgur nú sem flugstjóri á A320 og A330.

Antti er varaformaður Huper (e. Human Performance) nefndar Alþjóðasamtaka flugmannafélaga (IFALPA) og ber ábyrgð á heilsutengdum málum innan samtakanna. Hann hefur tekið þátt í að setja niður reglur varðandi læknisfræðileg málefni hjá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA), og er hluti af sérfræðingateymi EASA á sviði læknisfræðinnar. Hann hefur tekið þátt í ólíkum heilsutengdum verkefnum fyrir Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO), þar á meðal ICAO Medical Provision Study Group og gerð bæklingsins Fitness to Fly.

HARRY NELSON

harrynelson2.jpg

Are we ready for the challenges of tomorrow?

Harry Nelson er fyrrum flugmaður sem er nú á sínum fjórða starfsferli. Fyrst var hann 12 ár í breska flughernum, síðan varði hann 21 ári í að vinna fyrir Bae Systems. Að því loknu fór hann til Airbus þar sem hann starfaði við flugprófanir í 13 ár og síðan 5 ár í vöruöryggi. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem sérhæfir sig í mannlega þættinum á sviði flugöryggismála.

Á 54 ára starfsferli hefur hann flogið yfir 75 tegundum af loftförum. Hann flaug í gegnum flugkennaranám og aðeins 23 ára varð hann yngsti kafteinn sem flogið hefur Vulcan sprengjuvélum breska flughersins. Í ferli sínum við flugprófanir byrjaði hann á tilraunasviði í blindlendingum. Hann hefur einnig starfað fyrir Bae Systems, bæði sem stjórnarmeðlimur, og sem yfirmaður verkefna, framleiðslu og gæðasviðs. Ástríða hans er þó að vinna með fólki og hjálpa því fara fram úr eigin væntingum, eins og að setja upp loka-framleiðslulínu fyrir Airbus í Kína, frá algjörum grunni að fyrsta flugi á undir þremur árum.

Þrátt fyrir þennan árangur telur hann að sinn besti tími sé ekki enn liðinn.

HLÍN HÓLM

HlinHolm2.jpg

NAT SPG

Hlín Hólm er deildarstjóri flugleiðsögudeildar Samgöngustofu og formaður NAT SPG, stýrihóps flugleiðsögu í Norður-Atlantshafssvæði ICAO.
Hún hefur starfað Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn Íslands) frá 2007 og sinnt verkefnum er varða vottun og eftirlit með flugleiðsögu sem og notkun og skipulag loftrýmis. Frá 1987-2006 starfaði Hlín sem flugumferðarstjóri og aðalvarðstjóri í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og í flugstjórnarmiðstöðinni. Hlín er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu frá Cranfield háskóla í Human Factors and Safety Assessment in Aeronautics.
Hlín er einnig formaður NAT SPG en hlutverk stýrihópsins er að annast eftirlit með gæðum og öryggi flugleiðsöguþjónustu innan NAT svæðisins og tryggja samræmi við hnattræna flugleiðsöguáætlun og flugöryggisáætlun ICAO. NAT SPG stýrir innleiðingu nýrrar tækni, vinnuaðferða og staðla í ljósi tækniframfara og annarra breytinga. Innan stýrihópsins starfa sérfræðihópar sem fjalla um öryggi flugs, vinnuaðferðir og búnað í flugleiðsögukerfum og loftförum. Hlín var kosin formaður í júní 2019 en hún hefur tekið virkan þátt í starfsemi NAT SPG frá árinu 2007.

Rory Clarkson

RoryClarkson2.jpg

Volcanic ash and aviation - 10 years from Eyjafjallajökull

Rory Clarkson lauk BA gráðu og doktorsgráðu í vélaverkfræði. Eftir nokkra dvöl í kjarnorku – og hugbúnaðargeirunum gekk hann til liðs við Rolls-Royce plc árið 1997 sem sérfræðingur í hitastreymi (e. thermofluids). Þar tók hann þátt í að hanna þotuhreyfla fyrir flugvélar. Frá árslokum 2010 hefur hann leitt teymi sem ber ábyrgð á að vélar Rolls-Royce geti starfað sem skyldi undir erfiðum aðstæðum sem þær kynnu að lenda í, til dæmis tengdum vatni (regn, haglél og ísing), sandi, ryki, eldfjallaösku og chemical pollutants. Sérfræðiþekking hans er mikils metin innan flugiðnaðarins en til marks um það var hann kosinn Engineering Associate Fellow af Rolls-Royce árið 2017.

Clarkson er talinn einn helsti sérfræðingur heims þegar kemur af áhrifum eldfjallaösku á þotuhreyfla og hefur veitt eftirlitsstofnunum og stjórnvöldum ráðleggingar hvað þau mál varðar, auk hagsmunaaðila í flugherjum og flugiðnaði. Hann hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir vinnu sína: Institution of Mechanical Engineers Derek Astridge Safety Award árið 2016, og UK Civil Aviation Authority Flight Safety Award árið 2018.

SARA BARSOTTI

SaraBarsotti2.jpg

Responding to explosive eruptions in Iceland: Changes and improvements over the last 10 years

Dr. Sara Barsotti lauk doktorsnámi í „Tölulegum líkönum til verndar umhverfinu“ við Alma Mater Studiorum, Háskólanum í Bologna árið 2006, en áður hafði hún lokið Ms.D. gráðu í eðlisfræði við háskólann í Pisa (2002). Frá 2006-13 vann hún við Istituto Nazionale di Geofisica e Vulcanologia (INGV), Pisa-útibúi ítölsku jarðeðlis- og eldfjallafræðistofnunarinnar en síðan þá hefur hún starfað fyrir Veðurstofu Ísland þar sem hún er fagstjóri eldfjallavár.

Rannsóknir hennar hafa mikið snúist um Eulerian-Lagrangian líkanagerð og talnahermun á eldgosaferli. Nánar tiltekið rannsakar hún gjóskudreifingu og öskufall sem og hvernig eldgosalofttegundir ferðast. Flutningur öskuskýja og áhrif þeirra á fluöryggi er hluti af störfum Söru en hún hefur einnig mikla reynslu af hættumati á eldfjallaösku með spám og líkindanálgunum. Hún hefur nýtt sérþekkingu sína á eldfjöllum víða um heim: Í Alaska, á Íslandi, Ítalíu, Indónesíu, Grikklandi og á Litlu Antillaeyjum. Hún er hluti af VASAG hópnum (Volcanic Ash Scientific Advisory Group) og leiðir starf IAVCEI nefndarinnar um hættulíkan fyrir gjóskudreifingu. Sara tekur einnig þátt í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi og verkefnum.