Styrkir og heilsuvernd

Sjúkrasjóður

Blettaskoðun

Rannsóknir hafa leitt í ljós að tíðni húðkrabbameina er hærri hjá flugmönnum en almennt þekkist, á þetta sérstaklega við um sortuæxli. Húðlæknastöðin er með sérstaka tíma fyrir flugmenn og eru þeir auglýstir hverju sinni. Þeir sem fara í slíka tíma munu vera þátttakendur í hóprannsókn um tíðni húðkrabbameina hjá flugmönnum.

Lagt er til að félagar fari í blettaskoðun árlega.

Hér má sjá grein frá Húðlæknastöðinni sem er sérstaklega ætluð flugmönnum.

Blettaskoðun er einnig í boði fyrir félagsmenn EFÍA vegna rannsóknarhagsmuna Sjúkrasjóðsfélaga.

Fæðingarstyrkur

Félagsmenn fá 250.000 kr styrk vegna fæðingar barns. Styrkurinn er veittur gegn framvísun fæðingarvottorðs eða staðfestingu á skráningu barns í Þjóðskrá. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu og andvana fæðingar. Sækja þarf um fæðingarstyrk innan 18 mánaða frá fæðingaredegi barns.

Staðgreiðsluskattur er tekinn af styrknum.

Blóðsýni

Blóðsýni eru tekin í Rannsóknastofu Læknasetursins í Þönglabakka sem er opinn mán-fös 08:30-17:00. Flugmenn og konur gefa sig fram í afgreiðslunni og segja þeir séu að koma í blóðrannsókn á vegum FÍA. Flugmenn greiða ekkert fyrir fyrstu rannsókn en þurfi að fylgja niðurstöðum eftir með frekari rannsóknum, þá greiða þeir sjúklingagjald viðbótarrannsókna úr eigin vasa.

Lagt er til að félagar fari í blóðrannsókn á 2-3 ára fresti.

MIKILVÆGT ER AÐ REYNA AÐ KOMA FASTANDI Í BLÓÐTÖKU (ca 6 klst)

Eftirfarandi rannsóknir eru gerðar:

  • Blóðhagur (Blóðrauði osfrv)
  • Blóðfitur
  • Blóðsykur
  • Lifrapróf (ASAT, ALAT)
  • Nýrnapróf (kretintin)
  • PSA (blöðruhálskirtilskrabbamein) hjá körlum eldri en 50 ára.

Niðurstöður eru sendar í pósti til viðkomandi eins skjótt og unnt er, ásamt ráðleggingum um framhaldið ef með þarf. Einnig er unnt að nálgast niðurstöður með því að hafa samband við Sigurð Árnason lækni gegnum netfangið sigurdurarna@hss.is og í bráðatilfellum í síma 860-0192

Blóðsýni er einnig í boði fyrir félagsmenn EFÍA vegna rannsóknarhagsmuna Sjúkrasjóðsfélaga.

Útfararstyrkur

Sjúkrasjóður greiðir styrki vegna útfara sjóðsfélaga, maka og barna og jafnframt dánarbætur vegna elli- og örorkulífeyrisþega í Eftirlaunasjóði FÍA.

Styrksupphæð er 1.000.000kr

Eftirlaunaþegar

Félagsmenn í EFÍA hafa heimild til að mæta í blettaskoðanir og blóðrannsókn á kostnað Sjúkrasjóðs FÍA.

Gleraugu og linsur

Sjúkrasjóður FÍA styrkir félagsmenn er þurfa að kaupa gleraugu eða linsur. Þeim sem nota linsur er bent á að halda saman nótum og koma með eina umsókna fyrir hvert 24 mánaða timabil.

  • Styrkurinn er að hámarki 90.000.-
  • Hægt er að sækja um á 24 mánaða fresti

Afrit af reikning fyrir gleraugum skal fylgja umsókn.

Heyrnatappar með hljóðsíu

Sjúkrasjóðurinn greiðir að fullu fyrir hljóðsíur frá Phonak í eitt skipti. Pantið tíma hjá Einari Jóni Einarssyni í síma 561-8500 milli kl. 8-17 eða á netfang heyrdu@heyrdu.is. Taka þarf mát af eyrunum og panta tappana, en afgreiðslutími er 12 vikur. Sjá nánar á heimasíðu Heyrðu - Scandinavian Hearing, www.heyrdu.is.

Heyrnatæki

Sjúkrasjóður FÍA styrkir frá 1. ágúst 2012 félagsmenn er þurfa að kaupa heyrnartæki. Styrkurinn er fyrir andvirði kostnaðar þó að hámarki kr. 300.000,- og er hægt að sækja um með a.m.k. 48 mánaða millibili.

Hjartarannsókn og álagspróf

Allir félagsmenn yfir fertugt eru hvattir til að fara í hjartarannsókn og álagspróf hjá Hjartavernd.

Til að bóka tíma skal einfaldlega hafa samband við Hjartavernd í síma 535-1800 og taka fram að þú sért félagsmaður í FÍA, þá er tíminn án endurgjalds.

Krabbameinsskoðun hjá brjóstamiðstöð Landspítalans

Konur eru hvattar til þess að fara í krabbameinsleitina á tveggja ára fresti.

"Með skipulegri leit að krabbameini í leghálsi er reynt að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða. Ef leitað er of sjaldan er hætta á að missa af alvarlegum frumubreytingum og krabbameini en ef leitað er of oft getur það leitt af sér ónauðsynlegt eftirlit, leghálsspeglanir eða keiluskurði." Leghálskrabbameinsleit

"Brjóstakrabbamein má greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóstum og fleiri rannsóknum. Konur á aldrinum 40 til 69 ára fá boð um að mæta í hópleit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti." Brjóstakrabbameinsleit

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) sem er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins heldur utan um boðanir og bókanir í brjóstaskimanir og sendir einnig rafræn svarbréf þegar niðurstöður liggja fyrir. Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.

Félagsmenn þurfa að greiða fyrir þjónustuna og sækja svo um endurgreiðslu til sjúkrasjóðsins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu landsspítalans.

https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/brjostamidstod-skimun-og-greining/

Lagt er til að flugkonur fari í skoðun á tveggja ára fresti.

Kæfisvefn

Félagsmenn sem þjást af kæfisvefn (e. Sleep Apnea) og þurfa að notast við svefnöndunartæki geta sótt um styrkt hjá sjúkrasjóðinum til kaupa á slíkum búnaði.

Styrks upphæð er 150.000kr og er greidd einu sinni á 60 mánaða.

Með umsókn þurfa að fylgja kvittanir fyrir kaupum á svefnöndunartæki ásamt vottorði frá lækni sem staðfestir þörf félagsmannsins á slíkum búnaði.

Laseragðerð á augum

Sjúkrasjóður FÍA styrkir félagsmenn er þurfa að fara í Laseraðgerð á augum.
Greiddar eru kr. 150.000 kr. fyrir hvert auga.

Liðskiptiaðgerðir

  • Sjúkrasjóðurinn greiðir 50% af útlögðum kostnaði að hámarki 700.000kr

Magaermi

  • Sjúkrasjóðurinn greiðir 50% af útlögðum kostnaði að hámarki 700.000kr í eitt skipti

Meiriháttar tannviðgerðir

Félagsmönnum gefst tækifæri á að fá styrk upp í útlagðan tannlæknakostnað vegan meiriháttar aðgerða.

  • Sjóðurinn greiðir 75% af kostnaði sem fer umfram 150.000 kr.
  • Hámarksstyrkur er 300.000kr.
  • Hægt er að sækja um á 24 mánaða fresti

Sem dæmi einstaklingur er með reikning upp á 300.000kr. Styrksupphæð er þá 75% af 150.000kr og fær greiddar 112.500kr.

Ristilspeglun

Mælt er með því að allir fari í ristilspeglun eftir fimmtugt.

Samið hefur verið við Jón Örvar Kristinsson, meltingarlækni, um að það hafa umsjón með verkinu. Unnt er að panta sér tíma hjá honum í gegnum netfangið jonorvar@simnet.is. Lagt er til að allir félagar fimmtugir og eldri fari óhræddir í þessa skoðun. Finnist ekkert sjúklegt og ef engin saga er um ristilkrabbamein í ætt þá þarf ekki að endurtaka skoðun fyrr en eftir 10 ár.

Einnig hefur sjúkrasjóðurinn náð samkomulagi við Meltingarklíníkina í Ármúla

Meltingarklíníkin er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík

  • Hægt er að panta tíma í síma 519-7025 eða 519-7000 (velja síðan 2) (Guðrún Gunnarsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur)
  • Senda má tölvupóst á mottaka@meltingarklinikin.is
  • Heimasíða: https://www.klinikin.is/contact
  • Taka þarf fram að bóka á í ristilspeglun og að félagsmaður sé á vegum FÍA.

Frekari upplýsingar um undirbúning og ristilspeglun er að finna á Google: ristilspeglun – ekkert mál og einnig ristilspeglanir klíníkin.

Félagsmenn eru beðnir um að greiða reikning og sækja um endurgreiðslu í gegnum heimasíðu sjúkrasjóðsins að skoðunum lokinni.

Sálfræði-, félags- og fjölskylduráðgjöf

Sjúkrasjóðurinn býður félagsmönnum, mökum og börnum yngri en 18 ára að sækja sér aðstoð hjá eftirfarandi aðilum, 5 tímar í heild, árlega:

Líf og sál sálfræðistofa

  • Sími: 511-5508, netfang: lifogsal@lifogsal.is, heimasíða: lifogsal.is
  • Bóka þarf tíma hjá Líf og sál og greina frá því að FÍA greiðir reikninginn.

Værð – Fjarviðtals sálfræðiþjónusta

  • Netfang: vaerd@vaerd.is, heimasíða: vaerd.is
  • Bóka þarf tíma hjá Værð og greina frá því að FÍA greiðir reikninginn.

Sól - Sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur

  • Sími: 532-1500, netfang: afgreidsla@sol.is, heimasíða: www.sol.is
  • Bóka þarf tíma hjá Sól og greina frá því að FÍA greiðir reikninginn

Rudólf Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur

  • Sími: 821-1299
  • Sérhæfir sig í áfallahjálp
  • Reikningur sendur til FÍA

Magnús Stefánsson - Áfengis, fíkni, fjölskyldu og einstaklings ráðgjafi

  • Sími: 897-1759, netfang magnusstef@icloud.is, heimasíða: www.magnússtef.is
  • Býður upp á viðtöl á stofu og einnig yfir netið
  • Bóka þarf tíma hjá Magnúsi og greina frá því að FÍA greiðir reikninginn.

Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð

  • Heimasíða: www.Lausnin.is
  • Netfang: theodor@lausnin.is,
  • Bóka tíma í gegnum e-mail og greina frá því að FÍA greiðir reikninginn

Aðrar sálfræðistofur og meðferðaraðilar

  • Félagsmenn geta nýtt sér þjónustu þeirra sálfræðinga, geðhjúkrunarfræðinga eða félagsráðgjafa sem þeir kjósa en þurfa þá að leggja út fyrir kostnaði og sækja svo um endurgreiðslu. (ATH. staðgreiðsla skatts dregin af styrktarupphæð)

Sjúkraþjálfun og endurhæfing

Hægt er að sækja um styrk úr sjúkrasjóði FÍA vegna endurtekinna meðferðar stoðkerfisins hjá faglega viðurkenndum aðila og má þar nefna sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, sjúkranuddara, nálastungur, osteopata, kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.

  • Hámarksupphæð á almannaksári er 150.000.-
  • Staðgreiðsla skatta er dreginn frá styrktarupphæð
  • Eingöngu er greitt fyrir meðferðartíma

Styrkur til áframhaldandi veikindaleyfis

Í tilfellum þar sem félagsmaður klárar kjarabundinn veikindarétt hjá vinnuveitanda getur félagsmaður sótt um áframhaldandi styrk frá sjúkrasjóðnum til sex mánaða að hámarki. Mánaðarleg styrksupphæð miðast við grunnlaun flugmanna/flugstjóra FÍA á fyrsta skala hjá sínum vinnuveitanda.

Umsókninni þarf að fylgja greinagerð sem útskýrir veikindin ásamt vottorði trúnaðarlæknis -vinnuveitanda, - FÍA eða -Samgöngustofu sem staðfestir og tilgreinir tímabil veikinda.

Trúnaðarlæknir

FIA hefur trúnaðarlækni á sínum snærum, sem er Hannes Petersen læknir. Störf hans taka til:

  • Leiðbeiningar til stjórnar FIA varðandi alla þá þætti er snúa að heilsu og velferð flugmanna (félagsmanna) á víðum grundvelli, s.s.
    • Heilbrigðisskoðun í starfi.
    • Skimanir vegna heilsutengdra áhættuþátta er tengjast flugi.
    • Ytri vá.
  • Vera Sjúkrasjóði FIA ráðgefandi komi til álitamála.
  • Leiðbeina og liðsinna félagsmönnum FIA
    • Komi upp vandi er leiði til skírteinis missis vegna heilsutengdra þátta, sem félagsmaður óskar skýringar á eða leiðbeiningar með sé hann ósammála.
    • Telji þeir misbrest hafa orðið á veitingu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er svo viðkomandi geti sinnt starfi sínu.
  • Vert er að undirstrika að
    • Trúnaðarlæknir getur ekki undir neinum kringumstæðum verið meðhöndlandi læknir félagsmanna, skoðað þá sérstaklega, panntað fyrir þá rannsóknir eða endurnýjað fyrir þá lyf.
    • Standi félagsmenn frammi fyrir heilsubresti eða heilsuvá ber þeim ávallt að leita í þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er á þeim tíma og stað sem þeir finna sig í. Trúnaðarlæknir er ekki hluti þeirrar heilbrigðisþjónustu.

Trúnaðarlæknir FÍA, Hannes Petersen, er ekki með fasta viðverutíma í FÍA en félagsmönnum með erindi til hans er bent á að hafa samband við skrifstofu FÍA eða senda tölvupóst beint á hann á netfangið laeknir@fia.is.

Tæknifrjóvgun og ættleiðing

Sjúkrasjóður FÍA styrkir félagsmenn er þurfa að fara í tæknifrjóvgun, hvort sem um er að ræða félagsmann eða maka hans.

  • Styrkurinn er kr. 450.000 og greiðist einu sinni á almanaksári.
  • Einnig er styrkur upp á kr. 150.000,- fyrir ættleiðingu

Flugkennarar - læknisskoðun

Þeir flugkennarar sem ekki eru í starfi hjá flugrekanda sem greiðir kostnað af reglubundinni læknisskoðun geta sótt um endurgreiðslu hjá Sjúkrasjóði FÍA hafi þeir greitt félagsgjöld í amk 3 mánuði á undangengnum 6 mánuðum.