18. jan 2019

Sala á miðum hafin

Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á midi.is. Miðaverði er að vanda stillt í hóf aðeins 2.900 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.

Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Í ár verður hún haldin þann 11. apríl frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica, en fyrirlesarar eru:

  • Ragnar Guðmundsson - RNSA
  • Marika Melin - Karolinska Institutet
  • Steinarr Bragason - Airline Electronics Engineering Committee
  • Graham Braithwaite - Cranfield
  • José-María Lorenzo - The European Satellite Services Provider (ESSP)
  • Kristín Sigurðardóttir - Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna
    Erindi og umræður fara fram á ensku.

Nánar má lesa um fyrirlesarana og erindi þeirra hér.

RFSS_schedule.png