None
21. nóv 2018

Bryndís hefur störf hjá FÍA

Bryndís Nielsen hóf nýverið störf sem upplýsingafulltrúi FÍA og mun halda utan um miðlun upplýsinga til félagsmanna, til að mynda með útgáfu fréttabréfs, uppfærslum á heimasíðu og samfélagsmiðlum.

Bryndís hefur langa starfsreynslu sem ráðgjafi, almannatengill og verkefnastjóri auk þess að hafa talsverða reynslu af ritstörfum og þýðingarvinnu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Athygli frá 2007, og starfar þar áfram í hálfu starfi til móts við hálft starf hjá FÍA. Hjá Athygli hefur Bryndís fengist við verkefni á borð við krísustjórnun og uppbyggingu ímyndar, almannatengsl, blaðaskrif og ritstjórn auk þess að hafa starfað í tvö ár hjá Evrópustofu, en sú upplýsingamiðstöð var rekin af Athygli samkvæmt samningi við Evrópusambandið.

bryndis_minni.png

Bryndís var upplýsingafulltrúi hjá Íslenska dansflokknum frá 2005-2007 en starfaði þar á undan sem sjónvarpsfréttakona á hinni skammlífu fréttastöð NFS. Hún lauk meistaranámi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College, University of London, og hefur BA gráðu í sálfræði frá HÍ.