None
06. maí 2024

Hádegisfyrirlestur um starfslok og lífeyrismál

Starfsmenntasjóður stóð fyrir hádegisfyrirlestri með Birni Berg Gunnarssyni fjármálaráðgjafa sem kom og hélt erindi um lífeyrismál og starfslok.

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði var farið vandlega yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.

Meðal þeirra spurninga sem leitað var svara við voru:

Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
Hvernig göngum við á séreignarsparnað?
Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
Hvaða skatta kem ég til með að greiða?

Góð þáttaka var á viðburðinn og einnig var honum streymt. Fyrirlesturinn er aðgengilegur félagsmönnum í appinu og á innri vef FÍA. Slóðina má einnig finna á facebook síðu Starfsmenntasjóðsins.

Starfsmenntasjóður FÍA þakkar fyrir góða áheyrn.