Fréttir

10. ágú 2014

Vegna Ebólufaraldurs

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út í dag 7. ágúst 2014 yfirlýsingu og í framhaldi leiðbeinandi reglur varðandi ebólufaraldur þann er nú geisar í Vestur Afríku

  • http://www.who.int/mediacentre/news/statements/2014/ebola-20140808/en/
  • States should ensure that appropriate medical care is available for the crews and staff of airlines operating in the country, and work with the airlines to facilitate and harmonize communications and management regarding symptomatic passengers under the IHR (2005), mechanisms for contact tracing if required and the use of passenger locator records where appropriate.

Ebólufaraldurinn er bundinn við fjögur lönd í Afríku, þ.e. Líberíu, Sierra Leone, Gíneu og Nígeríu. Ekki hefur verið sett ferðabann á þessi lönd en vert er að viðhafa varúð þegar ferðast er til þeirra. Mikilvægt er talið að einstaklingar með einkenni ferðist ekki og er markvissri hitaskimun beitt á alþjóðaflugvöllum þessara ríkja, svo og á þeim landamærastöðvum þar sem því verður við komið. Sjúkdómurinn smitast við snertingu, snertismit, en ekki úðasmit. Nána snertingu og langvarandi samneiti við sjúklinga þarf til, enda eru þeir sem smitast nánustu ættingjar sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir umönnun þeirra.

Hvað varðar flugáhafnir er fljúga inn til þessara fjögurra landa má lesa eftirfarandi úr yfirlýsingu WHO:

Ekkert er sagt nánar um samneiti áhafnar og farþega, en réttast væri að í þeim flugvélum sem flygju inn á þessi fjögur lönd, væri eitt salerni frátekið fyrir áhöfn. Hvað varðar önnur flug til landa í Afríku og þá allra annarra landa, er gott að viðhafa viðbótar hreinlæti og spritta hendur eftir allar snertingar utan flugstjórnarklefa. Ef sérstakur grunur leikur á að sýktur einstaklingur sé um borð, má bæta við notkun einnota hanska og andlitsgríma.

Hannes Petersen læknir

Lesa meira