None
05. maí 2015

Að borga fyrir að fljúga - verður að stöðva

Þegar ungir flugmenn þurfa að borga flugfélögum fyrir að fá að fljúga flugvélum þeirra með þeirra farþega er eitthvað verulega rangt í gangi. Vegna þessa hefur Evrópusamband flugmannafélaga, ECA, vakið athygli á þessu óásættanlega - en hríðvaxandi - vandamáli, sem æ fleiri félög og starfsmannaleigur í Evrópu stunda. ECA kallar eftir reglum sem banna slík "Pay-to-fly" (P2F). Flugfélögin skíra þetta oft fallegum nöfnum, eins og "sjálf-greidd línuþjálfun" og bjóða nýútskrifuðum flugmönnum að kaupa pakka af flugtímum til að öðlast reynslu. Oft eru þessir tímar hluti af þjálfun fyrir "tegundaráritun" sem öll venjuleg flugfélög framkvæma innanhúss hjá sér er þau þjálfa viðkomandi á sínar flugvélar - þetta er partur af þjálfun hvers atvinnuflugmanns.
Hér er hægt að sjá tilkynningu ECA.

Pay-to-fly must stop! from EuropeanCockpitAssociation on Vimeo.