None
08. okt 2021

Stuðningsyfirlýsing við Eflingu

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) lýsir yfir fullum stuðningi við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair í hlaðdeild félagsins á Reykjavíkurflugvelli.

Trúnaðarmenn á vinnustað njóta uppsagnarverndar samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. 4. og 11. gr. laganna. Framganga í máli sem þessu og stuðningur Samtaka Atvinnulífsins (SA) við aðgerðir sem fela í sér lögbrot vega að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga og kjarasamningum sem þau eiga aðild að.

FÍA fordæmir því þessar aðgerðir Icelandair, sem jafnframt eru studdar af SA og skorar um leið á Icelandair að draga uppsögnina til baka.

efling.png