None
10. maí 2019

Sprettu úr spori!

Starfsmenntasjóður FÍA kynnir með stolti hlaupastílsnámskeið með Þorbergi Inga Jónssyni. Þorbergur er einn fremsti hlaupari landsins í millivegalengdum og utanvegahlaupum og hefur slegið fjölda íslandsmeta í hlaupagreinum. Undanfarin ár hefur Þorbergur boðið upp á hlaupastílsnámskeið og fyrirlestra því tengdu. Námskeiðið er haldið þann 21 maí, frá kl. 12:00-14:00.

Námskeiðið fyrir SFÍA samanstendur af um klukkustundar löngum fyrirlestri og verður honum fylgt eftir með léttum æfingum og sprelli á íþróttavelli Breiðabliks, Fífunni. Sumarið er rétt handan við hornið og því ekki úr vegi að fá einn flottasta hlaupara landsins til að leiðbeina okkur. Þorbergur mun meðal annars kenna okkur rétta hlaupatækni ásamt því að leiðbeina okkur um æfingar og æfingakerfi til að styðjast við, hver sem markmið okkur eru.

Námskeiðið takmarkast við 30 þáttakendur og hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.