08. ágú 2019

Sonja er nýr lögfræðingur FÍA

Sonja Bjarnadóttir hefur nú tekið við störfum af Ernu Á. Mathiesen sem lögfræðingur FÍA, en Erna mun hefja LL.M. nám við Háskólann í Osló í haust. Sonja útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og kemur til FÍA frá Samkeppniseftirlitinu þar sem hún hefur starfað síðastliðin ellefu ár. „Það eru mörg áhugaverð verkefni sem liggja fyrir og ég er spennt að koma hér til starfa. Ég hlakka til að takast á við það sem framundan er og vinn nú að því að setja mig inn í þau mál sem fyrir liggja,“ segir Sonja sem hefur góða þekkingu og reynslu af Evrópurétti og samningarétti og víðtæka starfsreynslu sem mun nýtast atvinnuflugmönnum vel. FÍA býður Sonju hjartanlega velkomna til starfa.