None
20. mar 2020

Skrifstofa lokuð vegna sóttvarna

Á meðan neyðarstig almannavarna stendur yfir vegna útbreiðslu COVID-19 verður lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu FÍA.

Starfsfólk og stjórnarmeðlimir munu sinna erindum frá félagsmönnum í gegnum síma og tölvupóst, en símanúmer og netföng er að finna hér á heimasíðunni.

Með þessum aðgerðum viljum við tryggja öryggi félagsmanna jafnt sem starfsfólks FÍA og taka þátt í því að hægja á útbreiðslu veirunnar.

Við minnum jafnframt á reglulegar stöðuuppfærslur sem birtast á FÍA appinu.