Tengdar fréttir
YFIRLÝSING STÉTTARFÉLAGA FLUGMANNA Á NORÐURLÖNDUNUM OG LETTLANDI
Stéttarfélög flugmanna á Norðurlöndunum og í Lettlandi leggja í dag fram neðangreinda yfirlýsingu og vilja með henni benda á þá vankanta sem nú eru á reglugerðum í Evrópu. Neytendur hafa hagnast töluvert af þeirri stöðu sem er nú er í gildi en á kostnað flugliða og hefur þetta leitt til útbreiddar misnotkunar á félagslegum réttindum þeirra.
Með yfirlýsingunni er skorað á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að setja skýrari reglur varðandi starfsumhverfi flugmanna í Evrópu. Vankantar á reglugerðum Evrópu skekkja mjög samkeppnishæfni sumra flugfélaga í Evrópu og beinlínis knýja flugfélög til þess að horfa hýru auga á lægsta samnefnara innan álfunnar þegar kemur að viðskipta og stjórnunarháttum.
Fyrirliggjandi endurskoðun á reglugerð 1008/2008 er kjörið tækifæri til þess að knýja fram heilbrigðari atvinnuskilyrði og binda enda á félagsleg undirboð, skattalagabrot og brenglaða vinnulöggjöf.
Með yfirlýsingunni er einnig lagt fram stöðuskjal sem fer nánar yfir efnið, sjá tengla hér:
Yfirlýsingin: https://flyger.no/images/dokumenter/NPS-Statement-1008.pdf
Position Paper: https://flyger.no/images/dokumenter/NPS-Position-1008.pdf
