None
08. jan 2020

Sala á miðum fyrir RFSS 2020

Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á tix.is.

Í ár verður hún haldin þann 13. mars frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica. Miðaverði er að vanda stillt í hóf, aðeins 3.400 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.

Áhersla á eldfjallavá

Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Sem endranær verða viðfangsefnin fjölbreytt en sérstök áhersla verður sett á eldfjallavá.

Fyrirlesarar á RFSS 2020 eru:

  • Sara Barsotti frá Veðurstofu Íslands
  • Rory Clarkson frá Rolls-Royce
  • Harry Nelson fyrrverandi tilraunaflugmaður hjá Airbus
  • Hlín Hólm formaður NAT-SPG
  • Antti Touri frá HUPER nefnd IFALPA

Allir fyrirlestrar og helstu umræður munu fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur, aðeins kr. 3.400, og er hádegishlaðborð og aðrar gæðaveitingar innifaldar í verði. Miðasala er hafin á tix.is.