None
22. feb 2019

Rafræn kosning er hafin

Við minnum góðfúslega á stjórnarkjör og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í rafrænni kosningu.

Opnað var fyrir kosningu til stjórnar FÍA 21. febrúar, kl. 21:00. Allir félagsmenn á kjörskrá eiga að hafa fengið sendan tölvupóst með hlekk á atkvæðagreiðsluna.

Linkurinn á atkvæðisgreiðsluna er: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com

Kosningu lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 21.00 og mun niðurstaða kosninganna vera kynnt í kjölfarið á aðalfundi FÍA.

Í ár er kosið um varaformann og þrjá meðstjórnendur samkvæmt 28. gr. laga FÍA en kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Varaformaður er sjálfkjörinn en kjósa þarf um þrjá meðstjórnendur.

Lendi félagsmenn í vandræðum með framangreinda kosningu eru þeir vinsamlegast beiðnir að hafa samband við kjörstjórn: kjorstjorn@fia.is

Hér er hlekkur á kjörskrá á innri vef FÍA: https://www.fia.is/kaup-kjor/kjorskra/