None
29. apr 2022

Öryggi atvinnuflugmanna í einkaflugi

Öryggisnefnd FÍA hefur verið í herferð sem heitir „Komum heil heim“ sem snýr að öryggi atvinnuflugmanna í einkaflugi. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessa herferð.

Nokkur atriði til að hafa í huga þegar lagt er af stað í flug:

  • Mikilvægt er að undirbúa sig vel
    • Þekkja VFR leiðir
    • Skoða vel veður upplýsingar
    • Rifja upp neyðarviðbrögð og anað gagnlegt í handbókum
    • Flugáætlun
    • Lendingarstaðir
  • Er ég „current“?
    • Heilbrigðisvottorð
    • SEP áritun
    • Lendingar
  • Þegar komið er út á flugvöll
    • Fyrirflugsskoðun
    • Eldsneyti og olía
    • Staðfesta þyngdir
    • Flugáætlun
    • Nota gátlista
    • Sýna fagmennsku

Hver og einn flugmaður er ábyrgur fyrir öryggi síns loftfars og þeirra sem í því eru. Mikilvægt er að þekkja sín takmörk og endurskoða þau reglulega.

Huga skal vel að undirbúning heima í rólegu umhverfi án truflunar, eða í góðu tómi úti á flugvelli. Mikilvægast af öllu er að gefa sér tíma. „Ef þú hefur ekki tíma til að undirbúa þig, þá hefurðu ekki tíma til að fara að fljúga“.

ÖFÍA hefur gefið út þrjú plaköt sem fara yfir þessi atriði, og hægt að nálgast þau á skrifstofu FÍA ef þú vilt t.d. hengja þau upp í skýlinu hjá þér.

Höldum áfram að huga að góðri öryggismenningu!

Capture1.PNG

Capture.PNG

Capture2.PNG