None
26. mar 2021

Nýr kjarasamningur við Norlandair samþykktur

Skrifað var undir nýjan kjarasamning Norlandair við FÍA í Flugsafninu á Akureyri, þriðjudaginn 16. mars. Í kjölfarið fór fram leynileg, rafræn atkvæðagreiðsla, sem lauk mánudaginn 22.mars,  þar sem allir flugmenn Norlandair samþykktu nýja samninginn.

,,Fyrir hönd samninganefndar FÍA þá óska ég flugmönnum Norlandair til hamingju með nýjan kjarasamning og fulltrúum félagsins þakka ég fyrir árangursríkt samstarf. Nýr kjarasamningur markar nýtt upphaf og ég vona að á grunni hans megi efla uppbyggingu Norlandair og markaðssókn félagsins," sagði Högni Björn Ómarsson, formaður samninganefndar FÍA við Norlandair. ,,Vonandi fáum við brátt fréttir af endurráðningum þeirra flugmanna sem þurftu að láta af störfum vegna samdráttar á síðasta ári. Lítum björtum augum fram á veginn og dveljum ekki um of við allt það erfiði sem nú er að baki. Niðurstöðunni ber að fagna."

FÍA óskar flugmönnum Norlandair til hamingju með nýjan kjarasamninginn. 

norlandair.jpg

Ánægt samningafólk við undirritun hins nýja kjarasamnings.
Frá vinstri: Jón Karl Ólafsson, Arnar Friðriksson, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Davíð Smári Jóhannsson, Halla Kristjánsdóttir og Högni B. Ómarsson. Á myndina vantar Örnólf Jónsson.