None
02. jún 2021

Lára Sif snýr aftur til starfa

Lára Sif Christiansen hefur snúið aftur úr fæðingarorlofi og tók við stöðu sinni sem framkvæmdastjóri FÍA frá og með 1. júní s.l.

Jónas Einar Thorlacius hefur sinnt starfinu tímabundið og vill stjórn FÍA við þetta tækifæri þakka Jónasi fyrir gott og farsælt samstarf.
Stjórn FÍA hlakkar til áframhaldandi samstarfs með Láru sem er öflugur liðsauki við starfsfólk skrifstofu FÍA.

Opnunartími skrifstofu FÍA yfir sumartímann verður 09-13 frá og með 1.júní til og með 31. ágúst n.k.

LSC.jpg