None
23. maí 2016

Kosning um samþykktarbreytingar EFÍA - aukning réttinda

Á ársfundi EFÍA sem haldinn var þann 11. maí sl. lagði stjórn sjóðsins fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Um er að ræða tillögur um aukningu áunninna réttinda allra sjóðfélaga um 3% miðað við réttindi í árslok 2015.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sjóðfélaga um samþykktarbreytingar. Bréf með vefslóð inn á kosningavef og kosningarkóða, ásamt tillögum stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins, hefur verið sent til sjóðfélaga.

Atkvæðagreiðsla hefst kl. 10:00 þann 23. maí og lýkur kl. 10:00 þann 6. júní.

Ef einhverjar spurningar vakna eða ef tölvupóstur eða bréf með kosningakóða og hlekk á vefslóð kosninganna berst ekki sjóðfélaga, er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við Svein G. Þórhallsson hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7721, eða hafa samband í þjónustusíma sjóðfélaga 444 8960 eða senda póst á efia@arionbanki.is. Stjórn sjóðsins veitir einnig fúslega upplýsingar.