None
04. okt 2019

Kjarasamningur við Icelandair samþykktur

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Icelandair 25. september s.l. og er atkvæðisgreiðslu lokið þar sem samningurinn var samþykktur.  Það voru 534 á kjörskrá og 418 sem svöruðu. 87% voru samþykkir, 10% samþykktu ekki nýja samninginn og tæplega 3% skiluðu auðu. Kjarasamningurinn tók gildi 1. október 2019 og framlengist til 30. september 2020.