18. feb 2020

Kjarasamningur við Atlanta felldur

Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um um kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta, sem undirritaður var 31. janúar 2020, er lokið og var honum hafnað með yfirgnæfandi meirihluta.

Kosningaþátttaka var 85,58% en af þeim höfnuðu 92,13% samningnum á meðan 7,87% voru honum fylgjandi.