None
02. des 2014

Kallað eftir jafnri samkeppni flugfélaga

Félög flugmanna í Evrópu vara við óeðlilegri samkeppni meðal flugfélaga sem haft geta alvarlega afleiðingar fyrir flugrekstur í álfunni.  Verði ekkert að gert til að jafna samkeppnisstöðu flugfélaganna, gæti flugrekstur eins og við þekkjum hann í dag, orðið að engu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu á vegum ECA, European Cockpit Association sem nú hefur verið birt.  Útgáfan markar um leið upphaf herferðar samtakanna fyrir hönd flugmanna Evrópu til að vekja athygli evrópskra stjórnvalda á því ástandi sem nú ríkir.

Sífellt fleiri flugfélög innan Evrópu leita leiða til að lækka kostnað og gera það með óeðlilegum hætti.  Þannig reyna þau að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld til samfélagsins og ráða starfsfólk í gegnum gervi verktöku.

Ójöfn samkeppni frá flugfélögum utan Evrópu er einnig vandamál þegar þau njóta ríkisstyrkja og hafa aðgang að mun ódýrara fjármagni og eldsneyti en þekkist hjá öðrum flugfélögum.

Hægt er að nálgast fréttatilkyningu frá ECA um þetta hér.

Tengill á nýjan bækling ECA um samkeppnisaðstöðu flugfélaganna er hér.