19. nóv 2019

Heilsa á ferð og flugi - 26. nóvember

Þriðjudaginn 26. nóvember standa starfsmenntasjóður og sjúkrasjóður FÍA fyrir áhugaverðum fyrirlestri þegar Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um heilsu á ferð og flugi. Systurnar sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í erindi sem tekur á geðheilbrigði og næringu og útskýra hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00, þriðjudaginn 26. nóvember, í húsakynnum FÍA í Hlíðasmára 8.