None
05. ágú 2021

Hæstiréttur hafnar kærubeiðni Bláfugls – Lögmæti aðgerða FÍA stendur

Með ákvörðun Hæstaréttar þann 13. júlí sl. hefur því verið hafnað að fella úr gildi ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannsbeiðni Bláfugls. Að mati FÍA felur þetta í sér heilmikinn sigur enda leiðir þetta til þess að úrskurður Landsréttar stendur og þar með lögmæti verkfallsaðgerða FÍA. Úrskurður Landsréttar er að mati FÍA afar mikilvægur í baráttu félagsins gegn ólögmætum aðgerðum Bláfugls, bæði hvað varðar ólögmæt félagsleg undirboð og geriverktöku. FÍA fagnar því niðurstöðu Hæstaréttar.

Með ákvörðun Hæstaréttar hefur þannig verið staðfest að ekki verður lagt lögbann á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA vegna verkfalls flugmanna félagsins sem eru félagsmenn í stéttarfélaginu. Lögbannsbeiðni Bláfugls var upphaflega synjað af sýslumanni en Bláfugl skaut málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumans. Bláfugl áfrýjaði þá til Landsréttar sem staðfesti enn synjun á lögbannsbeiðni. Bláfugl leitaði þá leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar sem hafnaði því.

Linkur á frétt um niðurstöðu Landsréttar má finna hér