18. feb 2019

Framboðslisti og rafræn kosning

Frestur til að bjóða sig fram í stjórn FÍA rann út þann 7. febrúar, eða þremur vikum fyrir aðalfundinn. Opnað verður fyrir rafræna kosningu fimmtudaginn 21. febrúar kl. 21:00, en henni líkur á sama tíma, viku síðar, og verða úrslitin tilkynnt á aðalfundinum.

Félagsmenn fá hlekk sendan á tölvupósti með frekari leiðbeiningum.

Framboðslisti vegna aðalfundar 28. febrúar 2019:

Varaformaður

Guðmundur Már Þorvaðarson – ICE

Meðstjórnendur

Hafsteinn Orri Ingvason - AAI

Heimir Arnar Birgisson - AAI

Hólmar Logi Sigmundsson - LHG

Sigurður Egill Sigurðsson – Ernir

Varaformaðurinn er sjálfkjörinn en sitjandi varaformaður býður sig aftur fram. Kjósa þarf um meðstjórnendur þar sem fjórir eru í framboði, en einungis þrjú sæti í boði. Kjörtímabilið er tvö ár.