09. jan 2020

Ertu farin/nn að hugsa um lífið á efstu hæð?

Starfsmenntasjóður FÍA heldur opinn fund um lífeyrismál, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12-14 í Hlíðasmára 8. Á fundinum mun Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, ræða um fjármál einstaklinga og eftirlaunasparnað.

Hjá flestum eru eftirlaunaárin um það bil fjórðungur af fullorðinsárunum, jafnvel meira hjá sumum. Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun þegar þeir láta af störfum? Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum? Og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst?

Efni fyrirlestursins byggir að hluta á bókinni Lífið á efstu hæð en í henni er bent á atriði sem gott er að hafa í huga til að undirbúa fjármál við starfslok.