None
03. sep 2019

Dale Carnegie námskeið

FÍA og Dale Carnegie eiga að baki nokkra ára samstarf á sviði símenntunar. Nú býður Dale Carnegie félagsmönnum FÍA upp á 2ja daga Dale Carnegie námskeið. Sérniðin útgáfa af hinu klassíska námskeiði sem Dale Carnegie hefur þróað í yfir 100 ár.

Markmiðin eru; samskipti, markmiðasetning, tjáning, jafnvægi vinnu og einkalífs, sambönd og leiðtogahæfni. Þú lærir að takast á við flóknar áskoranir, ná fram samvinnu, tjá sig á skýran og áhrifaríkan hátt, setja streitu í samhengi og koma fyrir á fagmannlegan hátt.

Félagsmönnum býðst ókeypis kynningartími – sjá dale.is

Hvenær: 2ja daga Dale Carnegie námskeið verður fimmtudaginn 31.okt & föstudaginn 1.nóv frá kl. 8.30 til 16.30.

Hvar: Húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11, 3. hæð

Fyrir hverja: Félagsmenn FÍA

Verð: Fullt verð er 159.000 kr en hlutur félagsmanna FÍA er 14.000 kr. Ath. Innifalið eru öll námskeiðsgögn og hádegismatur.

Skráning á https://digital.dalecarnegie.com/is/einstaklingar eða í síma 555 7080

dalecarnegie.png