None
20. ágú 2019

Dagskrá starfsmenntasjóðs í haust

Starfsmenntasjóður FÍA býður upp á fjölda spennandi fyrirlestra fyrir áramót, sem spanna allt frá heilsu yfir í veðurfræði.

Fyrirlestrarnir eru haldnir í sal FÍA, Grjótnesi, milli kl. 12:00-14:00 og eru allir félagsmenn velkomnir.

Fimmtudagur, 5. september
Bakskólinn

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur fyrirlestur um stoðkerfi líkamans og helstu áhættuþætti tengda starfinu með áherslu á mögulegar forvarnir.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Mánudagur, 30. september
Kanntu að nota Ipad?

Fyrirlesari á vegum Iðunnar fræðsluseturs kemur og heldur erindi um notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.

Þriðjudagur, 15. október
Ferðamennska á fjöllum

Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar heldur fyrirlestur um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.

Þriðjudagur, 26. nóvember
Heilsa á ferð og flugi

Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu á ferðalagi. Systurnar munu sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.

Þriðjudagur, 10. desember
Blessuð blíðan

Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.