None
27. feb 2019

Breytingatillögur EFÍA voru samþykktar

Nýverið hélt eftirlaunasjóður FÍA (EFÍA) aukaársfund þar sem kynntar voru tillögur til breytinga á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn. Meðal annars var lögð fram sú breyting að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu. Allar breytingatillögur sneru að stjórnarkjöri, tilhögun þess, skipun kjörnefndar og tilhögun ársfundar.

Rafrænni kosningu um breytingarnar lauk 21. febrúar og féll mikill meirihluti atkvæða með breytingunni, eða 94,49%. Meirihluti atkvæða féll með breytingunni eða 94,49%. Nýjar samþykktir taka gildi að undangenginni staðfestingu Fjármála og efnahagsráðuneytisins.