None
21. sep 2020

Breiðþota Atlanta flýgur tignarlega yfir

Það var ánægjuleg sjón sem blasti við borgarbúum þegar nýleg breiðþota flugfélagsins Atlanta sveif tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið fyrr í dag. Vélin kom til félagsins í ágúst sl. en í heildina eru 9 samskonar fraktvélar í rekstri hjá Atlanta. Tegundin er Boeing 747-400.

Að sögn Baldvins Más Hermannssonar, forstjóra Air Atlanta, hefur fraktflugið gengið vel að undanförnu og er vélin önnur tveggja fraktflugvélaga sem hafa bæst við flota Atlanta á mjög stuttum tíma.

Um þessar mundir starfa 240 flugmenn hjá félaginu sem skapa mikilvægar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.

Vélin stoppar stutt á landinu en hún heldur áfram för sinni til Hahn í Þýskalandi seinnipartinn í dag.

Við þökkum Atlanta kærlega fyrir gleðja borgarbúa og minna okkur á mikilvægi íslensks flugrekstar fyrir land og þjóð.

airatlanta_cargo2.jpg

airatlanta_cargo.jpg