23. maí 2019

Ársfundur EFÍA

Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 11:00 í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með umræðu og tillögurétti. Fundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins.

Vakin er sérstök athygli á stjórnarkjöri sem fram fer nú í fyrsta sinn og sjóðfélagar hvattir til að nýta sér atkvæðisrétt sinn. Rafrænt stjórnarkjör hefst í kjölfar ársfundar og verður opið í 7 daga.

Frekari upplýsingar um stjórnarkjör má sjá hér

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur kynntur
  3. Tryggingafræðileg úttekt
  4. Fjárfestingarstefna
  5. Stjórnarkjör
  6. Skipun stjórnarmanna sem ekki eru kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna
  7. Val endurskoðanda
  8. Önnur mál