01. feb 2011
Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
31. janúar 2011 var skrifað undir nýjan kjarasamning flugmanna flugfélagsins Norlandair. Samningurinn er á svipuðum nótum og hjá öðrum félögum en gildir til 31. mars 2011. Samningar við Norlandair hafa verið lausir frá lokum ársins 2009. Nýji samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu félagsmanna og fæst niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu á næstu dögum.
24. jan 2011
Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
Kosið var um nýjan kjarasamning flugmanna Air Greenland föstudaginn 21. janúar s.l. 93% flugmanna skiluðu atkvæði og var samningurinn samþykktur með 78% atkvæða. Deilan er því leyst og flug hjá félaginu komið í eðlilegt horf að nýju.